„Föðurmóðir mín, Sigríður Jónsdóttir Bjarnason (1883-1971), sagði mér, að það hafi aldrei komið til mála, að hún sendi börn sín á kristilegar samkomur hjá séra Friðriki Friðrikssyni. Hún vissi það, að Friðrik var viðriðinn heldur „óskemmtileg mál“, þegar hann bjó í Kaupmannahöfn« skrifar Ágúst H. Bjarnason grasafræðingur á Facebook-síðu sína.
„Hún sagðist bara alls ekki hafa treyst honum fyrir sonum sínum og sömu sögu sögðu nokkrar aðrar húsfrúr í nágrenninu,“ bætir Ágúst við. „Einnig sagði hún mér, að þá hafi mörgum þótt styttan óviðeigandi, þegar hún var reist, þar sem Friðrik styður hönd á lítinn dreng. Það var mikið um þetta talað í bænum, en það fór aldrei hátt.“
Eftir viðtal Egils Helgasonar í Kiljunni við Guðmund Magnússon sagnfræðing hafa komið fram fullyrðingar um að barngirnd séra Friðriks hafi verið á almannavitorði og vel þekkt í bæjarlífinu. Sigríður amma Ágústs var eiginkona Ágúst h. Bjarnasonar og tilheyrði Reykvískri yfirstétt árin sem séra Friðrik starfaði mest að æskulýðsmálum.