Segir ömmu sína hafa varað við séra Friðrik og neitað að senda nokkra drengi til hans

„Föðurmóðir mín, Sigríður Jónsdóttir Bjarnason (1883-1971), sagði mér, að það hafi aldrei komið til mála, að hún sendi börn sín á kristilegar samkomur hjá séra Friðriki Friðrikssyni. Hún vissi það, að Friðrik var viðriðinn heldur „óskemmtileg mál“, þegar hann bjó í Kaupmannahöfn« skrifar Ágúst H. Bjarnason grasafræðingur á Facebook-síðu sína.

„Hún sagðist bara alls ekki hafa treyst honum fyrir sonum sínum og sömu sögu sögðu nokkrar aðrar húsfrúr í nágrenninu,“ bætir Ágúst við. „Einnig sagði hún mér, að þá hafi mörgum þótt styttan óviðeigandi, þegar hún var reist, þar sem Friðrik styður hönd á lítinn dreng. Það var mikið um þetta talað í bænum, en það fór aldrei hátt.“

Eftir viðtal Egils Helgasonar í Kiljunni við Guðmund Magnússon sagnfræðing hafa komið fram fullyrðingar um að barngirnd séra Friðriks hafi verið á almannavitorði og vel þekkt í bæjarlífinu. Sigríður amma Ágústs var eiginkona Ágúst h. Bjarnasonar og tilheyrði Reykvískri yfirstétt árin sem séra Friðrik starfaði mest að æskulýðsmálum.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí