Þúsundir mótmæltu framfærslukrísunni í Dublin

Þúsundir komu saman í Dublin um helgina til að mótmæla framfærslukrísunni á Írlandi en kostnaður almennings við að lifa hefur hækkað mikið þar eins og víða á vesturlöndum. Mótmælagangan var skipulögð af Cost Of Living Coalition en fjárlög Írsku ríkisstjórnarinnar verða lögð fram í dag, mánudag.

Hópurinn samanstendur af 30 samtökum en þar á meðal eru verkalýðsfélög, stúdentar, eftirlaunafólk, auk stjórnarandstöðunnar sem hvetja ríkisstjórnina til að grípa til róttækra aðgerða vegna framfærslukrísunnar og húsnæðiskreppunnar sem ríkir í landinu.

Mary-Lou McDonald formaður Sinn Fein tók þátt í göngunni en hún sakaði Írsk stjórnvöld um að „hlusta ekki á venjulegt fólk“ og að framfærslukrísa sýndi aftur hið mikla misrétti sem er á Írlandi.

„Við þurfum miklu meira en að skipta um leiðtoga . Við þurfum að skipta um ríkisstjórn. Við þurfum ríkisstjórn fólksins og ríkisstjórn sem vill raunverulegar breytingar.“

McDonald kallaði eftir að húsaleiga yrði lækkuð og leiga yrði fryst í að minnsta kosti þrjú ár. Hún kallaði eftir því að auknu fjármagni yrði varið til heilbrigðisþjónustunnar og þjónustu við fatlaða, auk þess sem leikskólagjöld yrðu lækkuð um tvo þriðju hluta. „Þeir þurfa að gera þetta allt og þetta þarf að gera núna með áræðni og af alvöru,“ sagði Mary-Lou McDonald.

Húsaleiga hefur hækkað um 78.7% á Írlandi síðan 2010 og mikill húsnæðisskortur er í landinu. 1. ágúst síðastliðinn voru aðeins 716 íbúðir til leigu á öllu Írlandi þar sem rúmlega fimm milljónir búa.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí