Tollurinn er aðeins lítill hluti af okrinu á frönskum kartöflum

Okur 20. sep 2022

Eitt kíló af ódýrustu frosnu kartöflunum kosta 1,49 evrur í Albert Heijn, stærstu stórmarkaðskeðju Hollands, eða 210 íslenskar krónur. Í Krónunni kostar ódýrasta kílópakkningin 709 kr. Munurinn er stjarnfræðilegur, 499 krónur eða 238%. Og skýringin er ekki 46% tollur á franskar kartöflur heldur krónískt okur á Íslandi.

Til að útskýra þetta skulum við fyrsta skoða frönskurnar í Hollandi:

Ef við reiknum með að smásöluálagning sé 25% þá getum við áætlað að heildsöluverðið á frönskum kartöflum í Hollandi sé 138,80 kr. þar sem virðisaukinn er 21% í Hollandi.

Ef við flytjum þessar kartöflur til Íslands ætti dæmið að líta svona út:

Við reiknum 10 kr. á kíló í flutning til Íslands, leggjum á 46% toll og svo 25% smásöluálagningu og síðan 24% virðisaukaskatts. Þá ætti smásöluverðið af kílói af kartöflum að vera 337 kr.

En svo er ekki. Kartöflurnar í Krónunni kostuðu 709 kr. sem er 372 kr. meira en þær ættu að kosta þrátt fyrir 46% toll.

Hvar er mismunurinn? Annað hvort eru íslenskir kaupmenn fádæma lélegir kaupmenn og kaupa inn á alltof dýru verði, langtum dýrara en kaupmenn í næstu löndum. Eða þeir eru okrarar, kaupa inn á svipuðu verði en aðrir en smyrja á kartöflurnar í heildsölu, sætta sig fádæma okur skipafélaganna og leggja síðan stórkostlega á kartöflurnar í smásölu.

Það eru alla vega engin eðlileg rök fyrir því að franskar kartöflur séu 238% dýrari á Íslandi en í Hollandi. 46% tollur vegur þar nokkuð en skýrir aðeins brot af vandanum. Sem er taumlaust okur fákeppnisfyrirtækja á íslenskum almenningi.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí