Verkalýðshreyfingin þarf að beita sér af hörku

Ríkisfjármál 14. sep 2022

Verka­lýðs­hreyf­ingin þarf að beita sér af hörku í kom­andi kjara­samn­ingum til að breyta þeirri mynd sem við blasir í fjár­lögum næsta árs, skrifar Stefán Ólafsson prófessor og sérfræðinur Eflingar í grein í Kjarnanum í dag.

„Í fjár­laga­frum­varpi næsta árs er boðað aðhald á útgjalda­hlið, sem sagt er að gagn­ist í bar­átt­unni við verð­bólg­una. Þetta aðhald bitnar illa á mörgum meg­in­þáttum vel­ferð­ar­mál­anna og kemur fram í því að útgjöld eru almennt aukin mun minna en nemur verð­bólgu á þessu ári (8,8%) og jafn­framt minna en áætluð verð­bólga á næsta ári (6,7%). Og á sumum sviðum eru útgjöld bein­línis lækkuð að krónu­tölu,“ skrifar Stefán.

Og hann heldur áfram: „Þegar heild­ar­breyt­ing útgjalda rík­is­sjóðs (A1-hluta) eftir mál­efnum er skoðuð kemur fram að hún eykst um 6,3% frá fjár­lögum síð­asta árs og um 3,4% frá frá áætl­aðri útkomu þessa árs. Það er umtals­vert minna en verð­bólgan sem nú ríkir og vænt verð­bólgu næsta árs. Útgjöld til vel­ferð­ar­mála eru stærsti hluti opin­berra útgjalda. 

Þarna er því um að ræða veru­lega breyt­ingu á raun­fjár­mögnun opin­bera vel­ferð­ar­kerf­is­ins. Mun það skipta máli til að ná niður verð­bólg­unni? Nei, það mun ekki hafa nein áhrif á stríðið í Úkra­ínu né á trufl­anir í aðfanga­línum heims­hag­kerf­is­ins, en áhrif af því ber­ast okkur í tíma­bund­inni inn­fluttri verð­bólgu. Þetta mun heldur ekki hafa nein umtals­verð áhrif á helstu inn­lendu upp­sprettu verð­bólg­unn­ar, sem er óvenju mikil hækkun hús­næð­is­kostn­að­ar. 

Þetta mun ein­ungis rýra kjör þorra þeirra sem stóla á vel­ferð­ar­kerf­ið. Helsta und­an­tekn­ingin er að boðað er að bætur almanna­trygg­inga til öryrkja og elli­líf­eyr­is­þega muni halda verð­gildi sínu með 9% hækk­un. Þá er inni­falin í þeirri tölu 3% hækkun sem kom í vor þannig að um ára­mótin mun ein­ungis bæt­ast við 6% hækkun (Raunar er athygl­is­vert að rík­is­stjórnin tví­telur þessa 3% hækkun bóta almanna­trygg­inga sem kynnt var sl. vor sem sér­stök upp­bót til líf­eyr­is­þega vegna þreng­inga af völdum verð­bólg­unn­ar. Svo er þetta aftur talið núna sem þriðj­ungur þeirrar hækk­unar sem boðuð er um ára­mótin næstu. Rétt­ara hefði verið að segja bætur almanna­trygg­inga hækka um 6% í fjár­lög­unum frá því sem er á árinu 2022. Húsa­leigu­bætur eru einnig tví­taldar á svip­aðan hátt. Þetta eru heldur leið­in­legar bók­halds­brellur til að fegra fram­lag rík­is­ins). Kaup­máttur þess­ara bóta mun því rýrna þegar líður á næsta ár í þeirri verð­bólgu sem þá verður um 6,7% skv. spá Seðla­bank­ans.“

Hér má lesa grein Stefáns: Ríkisstjórnin vegur að velferðarríkinu

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí