Verkalýðshreyfingin þarf að beita sér af hörku

Ríkisfjármál 14. sep 2022

Verka­lýðs­hreyf­ingin þarf að beita sér af hörku í kom­andi kjara­samn­ingum til að breyta þeirri mynd sem við blasir í fjár­lögum næsta árs, skrifar Stefán Ólafsson prófessor og sérfræðinur Eflingar í grein í Kjarnanum í dag.

„Í fjár­laga­frum­varpi næsta árs er boðað aðhald á útgjalda­hlið, sem sagt er að gagn­ist í bar­átt­unni við verð­bólg­una. Þetta aðhald bitnar illa á mörgum meg­in­þáttum vel­ferð­ar­mál­anna og kemur fram í því að útgjöld eru almennt aukin mun minna en nemur verð­bólgu á þessu ári (8,8%) og jafn­framt minna en áætluð verð­bólga á næsta ári (6,7%). Og á sumum sviðum eru útgjöld bein­línis lækkuð að krónu­tölu,“ skrifar Stefán.

Og hann heldur áfram: „Þegar heild­ar­breyt­ing útgjalda rík­is­sjóðs (A1-hluta) eftir mál­efnum er skoðuð kemur fram að hún eykst um 6,3% frá fjár­lögum síð­asta árs og um 3,4% frá frá áætl­aðri útkomu þessa árs. Það er umtals­vert minna en verð­bólgan sem nú ríkir og vænt verð­bólgu næsta árs. Útgjöld til vel­ferð­ar­mála eru stærsti hluti opin­berra útgjalda. 

Þarna er því um að ræða veru­lega breyt­ingu á raun­fjár­mögnun opin­bera vel­ferð­ar­kerf­is­ins. Mun það skipta máli til að ná niður verð­bólg­unni? Nei, það mun ekki hafa nein áhrif á stríðið í Úkra­ínu né á trufl­anir í aðfanga­línum heims­hag­kerf­is­ins, en áhrif af því ber­ast okkur í tíma­bund­inni inn­fluttri verð­bólgu. Þetta mun heldur ekki hafa nein umtals­verð áhrif á helstu inn­lendu upp­sprettu verð­bólg­unn­ar, sem er óvenju mikil hækkun hús­næð­is­kostn­að­ar. 

Þetta mun ein­ungis rýra kjör þorra þeirra sem stóla á vel­ferð­ar­kerf­ið. Helsta und­an­tekn­ingin er að boðað er að bætur almanna­trygg­inga til öryrkja og elli­líf­eyr­is­þega muni halda verð­gildi sínu með 9% hækk­un. Þá er inni­falin í þeirri tölu 3% hækkun sem kom í vor þannig að um ára­mótin mun ein­ungis bæt­ast við 6% hækkun (Raunar er athygl­is­vert að rík­is­stjórnin tví­telur þessa 3% hækkun bóta almanna­trygg­inga sem kynnt var sl. vor sem sér­stök upp­bót til líf­eyr­is­þega vegna þreng­inga af völdum verð­bólg­unn­ar. Svo er þetta aftur talið núna sem þriðj­ungur þeirrar hækk­unar sem boðuð er um ára­mótin næstu. Rétt­ara hefði verið að segja bætur almanna­trygg­inga hækka um 6% í fjár­lög­unum frá því sem er á árinu 2022. Húsa­leigu­bætur eru einnig tví­taldar á svip­aðan hátt. Þetta eru heldur leið­in­legar bók­halds­brellur til að fegra fram­lag rík­is­ins). Kaup­máttur þess­ara bóta mun því rýrna þegar líður á næsta ár í þeirri verð­bólgu sem þá verður um 6,7% skv. spá Seðla­bank­ans.“

Hér má lesa grein Stefáns: Ríkisstjórnin vegur að velferðarríkinu

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí