Borðum fjórfalt of mikið af kjöti miðað við danskar ráðleggingar

Umhverfismál 13. okt 2022

Íslendingar borða mun meira af rauðu kjöti en landlæknir ráðleggur og fjórfalt of mikið af kjöti almennt, sé miðað við ráðleggingar danskra yfirvalda. Þar er sérstaklega varað við rauðu kjöti vegna áhrifa á loftslagið.

Þótt kjúklinga- og svínarækt sé í dag verksmiðjubúskapur þá eru umhverfisáhrif af nautgriparækt og sauðfjárbúskap talin miklu verri. Því má búast við að norræn viðmið um eðlilega neyslu lækki á næsta ári niður og varla verði talið ráðlegt að borða meira en ígildi tveggja hamborgara á viku.

Það hafa verið miklar breytingar á neyslu Íslendinga á kjöti á undanförnum áratugum eins og sjá má af þessu línuriti yfir sölu á ólíkum kjöttegundum á mann.

Þarna má sá stórkostlegar breytingar. Kindakjöt var næstum 70% af kjötneyslunni fyrir fjörutíu árum en er nú 22%. Kjúklingar voru tæp 7% en eru nú 34%. Svínakjöt var tæplega 6% en er nú 24%.

Þessar breytingar hafa ekki orðið vegna manneldis- eða umhverfissjónarmiða nema að litlu leyti. Helsta ástæðan þessara neyslubreytingar er verð. Lambakjöt hefur hækkað í verði en kjúklingar og svín lækkað.

Ef við setjum þetta upp sem vikuneyslu á rauðu kjöti (kinda-, nauta- og hrossakjöt) og hvítu kjöti (fuglar og svín) þá er þróunin þessi:

Breytingin var að mestu komin fram um aldamótin, þá hafði neysla á kindakjöti minnkað nóg til að landsmenn borðuðu til jafns hvítt kjöt og rautt. Síðan hefur neysla á hvítu kjöti aukist en neyslan á rauða kjötinu stendur í stað.

Miðað vð þetta er neyslan á rauðu kjöti að meðaltali 200 grömmum of mikil á viku miðað við íslenskar ráðleggingar og 350 grömmum of mikil miðað við dönsk viðmið. Og miða Danir þá við rautt kjöt og hvítt samanlagt. Það má reikna með að ráðleggingar beggja landa eigi eftir að lækka á næstu misserum. Reiknað er með samnorrænum ráðleggingum á næsta ára og að þá lækki viðmiðin vegna þess að nú vegur loftslagið ekki síður þungt en manneldissjónarmið. Kenningin er að fólk sé ekki aðeins að drepa sig á rauðu kjöti heldur jörðina líka.

Viðmiðin í Noregi og Svíþjóð eru svipuð og á Íslandi. Norðmenn ráðleggja hámark 500 gr. af kjöti á viku, en mæla með mögru kjöti og að fólk takmarki rautt kjöt og unnar kjötvörur. Matvælastefnan er sett fram bæði til að efla heilsu og slá á loftslagsáhrif. Svíar mæla með minna kjöti og að fólk borði ekki meira af rauðu kjöti en 500 grömm á viku og helst minna.

Hér hljóma ráðleggingarnar svo: „Velja fyrst og fremst óunnið, magurt kjöt. Takmarka neyslu á rauðu kjöti við 500 g á viku. Sérstaklega skal takmarka neyslu á unnum kjötvörum. Þetta samsvarar tveimur til þremur kjötmáltíðum á viku og smávegis af kjötáleggi.“

Danirnir eru harðastir og segja fólki að skera niður kjöteyslu. Mæla með 350 gr. af bæði af rauðu og hvítu kjöti á viku og að fólk borði jurtaríkt og fjölbreytt. Fólki er sagt að takmarka sérstaklega nautakjöt og lambakjöt og unnar kjötvörur eins og hægt er, þ.e. kjöt sem er til dæmis reykt og saltað. Veldið fyrst og fremst kjöt og kjötvörur með að hámarki 10% fitu, segja dönsk yfirvöld.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí