Dr. Dauði segir Verðbólgu-skuldakreppuna miklu hafna

Auðvaldið 4. okt 2022

„Á meðan margir greinendur eru sammála um að komandi kreppa verði stutt og ekki of djúp hef ég varað við slíkum væntingum og bent á hættuna á langvarandi verðbólguskuldakreppu,“ skrifar Nouriel Roubini í nýjustu grein sinni, en hann er einn fárra sem getur sagst hafa séð fjármálahrunið 2008 fyrir. „Sá titringur sem við höfum séð á fjármálamörkuðum, meðal annars á bæði skuldabréfa- og lánamörkuðum, hefur stutt þá trú mína að aðgerðir seðlabanka heimsins gegn verðbólgu munu orsaka hrun á bæði fjármálamörkuðum og heimshagkerfinu í heild.“

Viðskiptavefmiðillinn Innherji birti grein Roubini í dag, Verðbólguskuldakreppa er hafin. Þar rekur hann að hvernig seðlaprentun undanfarinna ári og gríðarleg skuldsetning ríkissjóða komi í veg fyrir að seðlabankar geti í raun barist gegn verðbólgunni.

„Í meira en eitt ár hef ég haldið því fram að aukin verðbólga á heimsvísu yrði þrálát,“ skrifar Roubini. „Orsakir hennar hennar eru ekki aðeins slæmar ákvarðanir stjórnmálamanna heldur líka framboðsskellir. Að auki munu aðgerðir seðlabanka heimsins í baráttunni við verðbólguna orsaka harða lendingu hagkerfisins. Ég varaði við því að þegar kreppan hefst formlega, mun hún verða djúp og vara lengi með víðtækum fjármálaóstöðugleika og skuldakreppum. Þrátt fyrir haukatal seðlabanka, fastir í viðjum skuldagildru, er líklegt að þeir muni gefa eftir og sætta sig við verðbólgu yfir markmiði. Öll eignasöfn sem innihalda hvort sem er áhættusöm hlutabréf eða áhættuminni skuldabréf munu lækka vegna meiri verðbólgu og hærri verðbólguvæntinga.“

Roubini spáir að hlutabréf eigi eftir að lækka um 40% í harðri lendingu. „Merki um erfiðleika á skuldabréfamörkuðum eru þegar augljós. Ávöxtunarkrafa á skuldabréf þjóðríkja og löng skuldabréf hækkar hratt. Áhættusamir skuldamarkaðir og eignatryggðir markaðir hafa þegar lokað. Skuldug fyrirtæki, skuggabankar, heimili, ríkissjóðir og þjóðríki eru að lenda í skuldavanda. Kreppan er hafin,“ endar hann grein sína.

Roubini sér vanalega erfiða tíma fram undan. Hann hefur lengi séð þá kreppu nálgast, sem hann segir nú að sé hafin. Um hann var einu sinni sagt að hann hafi spáð fyrir um fimm af síðustu tveimur kreppum. En líklega hafa teiknin ekki verið jafn háskaleg og nú. Ekki síðan við fjármálahrunið 2008.

Myndin sem fylgir er sú sem prýðir forsíðu bókar Roubini sem kemur út fljólega: MegaThreats: Ten Dangerous Trends That Imperil Our Future, and How to Survive Them.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí