Lilja ætlar að styrkja fjölmiðla auðvaldsins áfram

Fjölmiðlar 19. okt 2022

Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra vill framlengja lög um styrki til fjölmiðla. Hingað til hafa fjölmiðlar í eigu og undir stjórn auðfólks eða sem reka ritstjórnarstefnu til upphafningar auðvaldinu fengið 64% af öllu styrktarfénu.

Styrkirnir sem veittir hafa verið til fjölmiðlafyrirtækja jafngilda um 42% af því sem veitt er til starfslauna listamanna. Og eru 62% hærri en varið er til starfslauna rithöfunda. Þetta eru því umtalsvert framlag.

Í bókaútgáfu renna styrkirnir til rithöfundanna og greiða þar með niður frumframleiðslukostnað. Sá stuðningur örvar bókaútgáfu og af þeim sökum prentun, sölu og aðra afleidda starfsemi.

Munurinn á fjölmiðlastyrkjunum og starfslaunum rithöfunda er að fjölmiðlastyrkirnir renna til útgefenda en ekki blaðamanna. Og að stærstu leyti renna styrkirnir til eigenda fyrirtækja sem ætla mætti að þyrftu ekki á styrkjum að halda.

Stærstu styrkina hafa þrjú fyrirtæki fengið, yfir 141 m.kr. hvert á núvirði á tveimur síðustu árum. Þessi fyrirtæki eru Árvakur sem er í eigu stórgerðarfyrirtækja, Sýn sem er í eigu lífeyrissjóða og einkahluthafa sem berjast nú um yfirráð í félaginu og Torg sem er í eigu Helga Magnússonar. Fjórði stærsti styrkþeginn er Myllusteinn sem gefur út Viðskiptablaðið, mikið málgagn auðvaldssinna. Viðskiptablaðið hefur verið styrkt af ráðuneyti Lilju um tæpar 50 m.kr. á núvirði síðustu tvö árin.

Samanlagt hafa þessi fjögur fyrirtæki tekið til sín um 64% af styrkjunum, samtals um 473 m.kr. Og Lilja ráðgerir að styrkja þau um annað eins næstu tvö árin.

Á eftir eftir auðvaldsmiðlunum koma landsbyggðarmiðlar með um 101 m.kr. Kalla mætti Stundina, Kjarnann og Reykjavík Grapevine blaðamanna-miðla, en blaðamenn eiga Stundina, sæmilegan hluta í Kjarnanum og einhvern hlut í Reykjavík Grapevine. Þessir miðlar hafa verið styrkir um tæplega 84 m.kr.

Bændablaðið hefur fengið rúmar 28 m.kr. þótt það sé gefið út af ríkisstyrktum hagsmunasamtökum bænda. Aðra miðla má flokka sem íþróttamiðla, túristamiðla og tímarit. Samanlagt hafa slíkir miðlar fengið 40 m.kr. Svo er það Mannlíf, sem erfitt er að flokka, er kannski fyrst og fremst málgagn Reynis Traustasonar. Mannlíf fékk ekkert fyrra árið en 10,5 m.kr. það síðara.

Eins og sjá má af þessu yfirliti er erfitt að greina tilganginn með þessum styrkjum. Lilja vill bæta í lögin að fjölmiðlar séu hornsteinn lýðræðis. Fjölmiðlar sem auðfólk hefur keypt upp og heldur úti geta ekki verið hornsteinar lýðræðis heldur eru þvert á móti hornsteinar auðræðis. Og miðað við framkvæmdina er meginmarkmið þessa frumvarps að viðhaldi þessu auðræði, að styrkja mest þá fjölmiðla sem eru undir hæl auðvaldsins.

Samstöðin er gjaldfrjáls vettvangur. Ef þér líkar efnið getur þú eflt Samstöðina með því að gerast félagi í Alþýðufélaginu og þá einskonar áskrifandi. Það kostar aðeins 1.250 kr. á mánuði, en þú mátt borga meira., Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí