Spánverjar ætla að skattleggja hin ríku

Ríkisfjármál 2. okt 2022

Ríkisstjórn Pedro Sánchez á Spáni hefur boðað 3,5% auðlegðarskatt sem leggst á hreina eign umfram 10 milljónir evra eða um 1,4 milljarða íslenskra króna. Talið er að um þúsundasti hver Spánverji muni þurfa að borga auðlegðarskatt en aðeins brot af þeim í hæsta þrepi. Samhliða er boðuð skattalækkun á fólk með meðallaun og þar undir.

Auðlegðarskatturinn byrjar við hreina eign upp á 3 milljónir evra eða 423 m.kr. Við það leggst 1,7% skattur upp að 5 milljónum evra (705 m.kr.) en eftir það 2,1% upp að 10 milljónum evra (1,4 milljarður kr.) og síðan 3,5% eftir það.

Þessum tillögum hefur verið mætt með miklum þjósti af Þjóðarflokknum og öðrum hægri flokkum. Í fylkjum Spánar þar sem hægrimenn fara með völd, eins og í Andalúsíu og Madrid, hefur verið boðuð andstaða. Fylkisstjórnir ætla að reyna að fá þessum ráðagerðum hnekkt.

Ríkisstjórnin telur sig geta aflað um 1,5 milljarð evra með þessum skatti, eða um 210 milljarða íslenskra króna. Ef við þýðum þetta yfir á íslenskan raunveruleika þá er umfangið viðlíka miðað við landsframleiðslu og að hér yrði settur á auðlegðarskattur sem skilaði um 5 milljörðum króna.

Ef við tökum dæmi af manni sem á 10 milljarða króna í hreinni eign þá myndi hann borga um 320 m.kr. í skatt árlega. Þetta er því skattur sem leggst aðeins á mjög ríkt fólk og er ekki ýkja hár. Boðberar auðlegðarskatts sem nauðsynlegrar varnar gegn auðsöfnun fárra, menn á borð við franska hagfræðinginn Thomas Piketty, hafa lagt til hærri skatta á allra mesta auðinn, allt upp í 9%.

Efsta þrep tekjuskatts, sem leggst á tekjur yfir 2.350 þús. kr. á mánuði á að hækka úr 26% í 27%. Og fjármagnstekjuskattur á að hækka úr 26% í 28%. Til samanburðar er fjármagnstekjuskattur lægri á Íslandi, eða 22%. Efsta þrep tekjuskatts leggst á lægri tekjur á Íslandi en á Spáni og er hærra, eða 31,8% fyrir utan útsvar.

Þessar hækkanir á auð, fjármagnstekjur og hæstu launatekjur eiga að fjármagna skattalækkanir til helmings landsmanna, fólks með meðallaun og minna. Og lækkun á skatta sjálfstætt starfandi fólks og smáfyrirtækja.

Leið spænsku ríkisstjórnarinnar er því öfug á við þá bresku sem ætlaði að bæta samfélagið með því að lækka skatta á hin ríku og vel settu.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí