Sjálfstæðisflokkurinn með tvöfalt meira fylgi þegar Hildur en ekki Bjarni leiða hann

„Bjarni Benediktsson gæti þurft að íhuga hvort hann eigi að stíga til hliðar sem formaður fyrir kosningar,“ segir almannatengillinn Andrés Jónsson á Facebook en hann vekur athygli á því að samkvæmt nýrri könnun Maskínu þá myndu um 23 prósent Reykvíkinga kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef kosið yrði til  sveitarstjórna í dag meðan einungis um 12 prósent borgarbúa segjast ætla að kjósa flokkinn í komandi kosningum.

Andrés les úr þessum niðurstöðum að það sé fyrst og fremst Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, sem valdi þessu gífurlega misræmi í fylgi. „  Bjarni sleit ríkisstjórninni fyrir 8 vikum og vildi að eigin sögn kanna hvort það væri ekki bara ríkisstjórnarsamstarfið sem væri óvinsælt hjá kjósendum Sjálfstæðisflokksins. Lítil viðspyrna flokksins í könnunum, sama hvað gengur á í kosningabaráttunni, hefur fyrir nokkru fært honum svarið.  Þó líklega aldrei jafn skýrt og í tveimur nýbirtum könnunum Maskínu á fylgi flokkanna á landsvísu og í Reykjavík,“ segir Andrés og heldur áfram:

„Þar sést að Sjálfstæðisflokkurinn er með TVÖFALT MEIRA FYLGI meðal Reykvíkinga ef forystumaður flokksins er Hildur Björnsdóttir í framboði til borgarstjórnar heldur en ef forystumaðurinn er Bjarni Benediktsson í framboði til Alþingis.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí