Bandaríkst stjórnvöld ritskoða internetið

Gagnaleki innan úr heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna sýnir að bandarísk stjórnvöld hafa sett mikinn þrýsting á samfélagsmiðla til að auka ritskoðun á skoðunum og efni tengdu cóvid-faraldrinum, stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu og brotthvarf Bandaríkjahers frá Afganistan svo dæmi sé tekið. Fjölmiðilinn The Intercept upplýsti um málið.

Á fundi í mars síðastliðnum varaði Laura Dehmlow,  fulltrúi FBI, við því að upplýsingar og efni á samfélagsmiðlum gæti „grafið undan stuðningi við bandarísk stjórnvöld.“ Lekinn staðfestir að Facebook heldur úti sérstöku kerfi þar sem embættismenn geta skráð sig inn til að biðja um að upplýsingar séu ritskoðaðar og fjarlægðar af vefnum.

Í grein The Intercept segir að huglægt eðli þess hvernig slíkar upplýsingar séu skilgreindar geri embættismönnum innanvarnarráðuneytisins mögulegt að taka pólitískar ákvarðanir um hvað teljist hættulegar upplýsingar og hvað ekki. Stofnunin réttlætir meðal annars ritskoðunina með vísun til aukinnar hættu af hryðjuverkum.

Ríkisstjórn Joe Bidens reyndi að setja á fót sérstaka nefnd undir heitinu Disinformation Governance Board fyrr á árinu en nefndin mætti strax mikilli andstöðu meðal almennings þvert á stjórnmálaskoðanir. Jack Shafer fjölmiðlagagnrýnandi hjá Politico skrifaði við tilefnið: „Ríkisstjórnin fjöldaframleiðir lygar og falskar upplýsingar og hefur alltaf gert. Hún of flokkar mikilvægar upplýsingar (sem ríkisleyndarmál) til að koma í veg fyrir að eigin borgara geti verið upplýstir. Ríkið borgar þúsundum fréttafulltrúa til að breiða yfir óþægilegar staðreyndir.“

Gagnrýni Jack Shafer er kjarninn í gagnrýni margra sérfræðinga og fjölmiðlamanna sem benda á að stór hluti þess áróðurs og falskra upplýsinga sem má finna á netinu og samfélagsmiðlum er ekki kominn frá hryðjuverkamönnum eða óvinum Bandaríkjanna heldur einmitt frá vestrænum  ríkisstjórnum, stofnunum og leyniþjónustum.

The Intercept bendir á að ritskoðun frétta New York Post fyrir kosningarnar 2020 veiti góða innsýn inn í hvernig Bandaríska ríkið fær sínu fram. Frétt blaðsins af fartölvu Hunter Biden, sonar Joe Bidens, var ritskoðuð af vestrænum meginstraums miðlum og í mörgum tilfellum fjarlægð af samfélagsmiðlum undir því yfirskini að um falskar upplýsingar væri að ræða. Svo reyndist ekki vera. Atvikið er alvarleg því það átti sér stað skömmu fyrir síðustu forsetakosningar og velta má fyrir sér hvort upplýsingarnar hefðu haft áhrif á niðurstöðuna.

Hér má lesa umfjöllun The Intercept: TRUTH COPS Leaked Documents Outline DHS’s Plans to Police Disinformation.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí