Birta búin að tapa 300 m.kr. á Play

Eftir níu mánaða uppgjörið hefur gengi hlutabréfa í Play fallið um 24% og er nú 12,60 kr. á hlut, langt undir 18 kr. útboðsgenginu fyrir einu og hálfu ári. Áætla má að tap Birtu lífeyrissjóðs vegna kaupa í Play sé þegar orðið um 300 m.kr. Sem er sama upphæð og sjóðurinn ætlar að leggja til komandi hlutafjáraukningar Play. Birta ætlar að kasta góðu fé á eftir slæmu, eins og sagt er.

Þótt hlutabréf séu almennt að lækka þá kemur þessi lækkun ólíkt fram. Bréfin í Play hafa fallið hvað mest og ljóst að allir sem hafa fjárfest í félaginu hafa tapað fé. Verðmæti Play er nú 3,8 milljörðum lægra en var í útboðinu og 9,2 milljörðum lægra en var þegar hlutabréfin risu hæðst þegar sóttvarnaraðgerðum var hætt.

Hlutabréf í Alvotech hafa fallið enn meira. Félagið var skráð á markað í sumar á 10 dollara á hlut, sem þá voru 1.322 kr. Í dag ganga hlutirnir á 814 kr. Það merkir að verðmæti félagsins hefur lækkað um 123,8 milljarða króna á þessum stutta tíma. Sá sem keypti fyrir milljón í útboðinu á nú 616 þús. kr. eftir.

Alvotech og Play eru skráð á First North-hluta kauphallarinnar, sem er einskonar nýliðadeild. Á aðallistanum hefur Iceland Seafood fallið mest og er enn að falla. Í maí í fyrra voru bréf í félaginu seld á 17,90 kr. á hlut en eru nú skráð á 6,55 kr. Þetta er fall upp á 63%. Verðmæti hlutafjárins hefur skroppið saman um 30,8 milljarða króna.

Þegar Nova var sett á markað var útboðsgengið 5,11 kr. á hlut. Nú er hægt að kaupa bréf í þessu félagi á 3,88 kr. Verðmætið hefur fallið um 24% sem gera um 4,7 milljarðar króna tap hluthafa.

Eins og vanalega þegar hlutabréf falla í verði vaknar upp umræða á þingi um hvernig lokka megi almenning inn á markaðinn með skattaafslætti. Markmiðið er að almenningur kaupi bréf svo braskararnir sleppi skaðminni út af markaðinum. Þegar braskararnir eru farnir falla bréfin hratt og almenningur situr eftir með tapið. Óli Björn Kárason þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hefur boðað svona frumvarp frá Sjálfstæðisflokksfólki.

Eins og sjá má af dæmunum hér að ofan er nóg tap í boði fyrir þau sem vilja tapa fé.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí