Enn bætist í vitnisburð gegn Skeggja

Börn 5. nóv 2022

Fleiri hafa stigið fram og sagt frá brotum Skeggja Ásbjarnarsyni kennara í þáttum Þorsteins J. Vilhjálmssonar á Ríkisútvarpinu, en fjórði af sex þáttum var fluttur í morgun. Í þáttunum kemur fram að brot Skeggja voru á vitorði margra; samnemenda, foreldra og skólayfirvalda. Samt fengu börnin engan vernd.

Í þættinum í morgun lýstu þolendur ofbeldinu og hvaða áhrif það hafði haft á sitt líf. Maður sem kynntur er aðeins með fornafninu Axel segir frá því hvernig Skeggi hafi leitað á hann hvenær sem færi gafst og oft fyrir framan aðra nemendur. Þegar Skeggi sýndi bíómyndir á bíósalnum og slökkti ljósin hafi drengirnir verið óvarðir fyrir þukli hans og káfi í myrkrinu.

Hin uppkomnu börn lýsa í þáttunum hvernig þau reyndu að láta að vita af ofbeldinu. Í sumum tilfellum vildu foreldrarnir ekki trúa en í öðrum var ekkert gert þótt mæður færu með börnum sínum í skólann með ábendingar um glæpi Skeggja. Skólastjóri og yfirkennari hafi hylmt yfir með Skeggja og hafi með því stefnt öðrum börnum í hættu.

Eins og í fyrri þáttum kom fram í morgun að Skeggi réðst einkum að drengjum sem komu af heimilum í veikri fjárhagsstöðu eða þar sem drykkja eða veikindi veiktu fjölskylduna. Eins og ekki er óalgengt er um barnaníðinga þá virðist Skeggi hafa lagst sérstaklega á drengi frá slíkum heimilum, vitandi að þeim var enn síður trúað en börnum almennt.

Þættir Þorsteins J. eru stórmerkilegir og væri efni þeirra án efa fréttaefni í flestum löndum. En svo er ekki hér.

Hér má hlýða á nýjasta þáttinn Skeggi: Ferðin til Limbó (fyrstu þrír þættirnir eru aðgengilegir í lista hægra megin við spilarann): https://www.ruv.is/utvarp/spila/skeggi/34015/a4chnk

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí