Frá Hruni fram til ársloka 2019 seldi Íbúðalánasjóður íbúðir fyrir um 90,2 milljarða króna, íbúðir sem í dag má ætla að séu metnar á um 154 milljarða króna. Mest af þessum íbúðum var selt í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, sem sat frá vori 2013 fram á haust 2016.
Af þeim rúmu 90 milljörðum sem Íbúðalánasjóður seldi fóru meira en 3/4 íbúðanna út í tíð þessarar ríkisstjórnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var forsætisráðherra fram á vorið 2016, þegar hann sagði af sér vegna Panama-skjalanna. Þá tók Sigurður Ingi Jóhannsson við. Bjarni Benediktsson var í fjármálaráðuneytinu allan tímann og Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra, en Íbúðalánasjóður heyrði undir hana.
Á þessu tímabili voru seldar eignir fyrir um 70,3 milljarðar króna á núvirði, íbúðir sem ætla má að séu í dag um 115 milljarða króna virði.
Ef við skiptum sölunni niður á ríkisstjórnir þá er listinn svona:
Hrunstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar 2007-09: 81 m.kr.
Vinstristjórn Samfylkingar og Vg 2009-13: 7.434 m.kr.
Hægri stjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks 2013-16: 70.269 m.kr.
Stjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar 2017: 6.709 m.kr.
Stjórn Vg, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar frá 2017: 6.577 m.kr.
Eins og sést af þessum lista stóð útsalan fyrst og fremst í tíð ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs og Bjarna.
Þetta má sjá á þessu súluriti. Kassinn er utan um stjórnartíð þeirra Davíðs og Bjarna.