Flestar íbúðir seldar í tíð ríkisstjórnar Bjarna og Sigmundar

Frá Hruni fram til ársloka 2019 seldi Íbúðalánasjóður íbúðir fyrir um 90,2 milljarða króna, íbúðir sem í dag má ætla að séu metnar á um 154 milljarða króna. Mest af þessum íbúðum var selt í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, sem sat frá vori 2013 fram á haust 2016.

Af þeim rúmu 90 milljörðum sem Íbúðalánasjóður seldi fóru meira en 3/4 íbúðanna út í tíð þessarar ríkisstjórnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var forsætisráðherra fram á vorið 2016, þegar hann sagði af sér vegna Panama-skjalanna. Þá tók Sigurður Ingi Jóhannsson við. Bjarni Benediktsson var í fjármálaráðuneytinu allan tímann og Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra, en Íbúðalánasjóður heyrði undir hana.

Á þessu tímabili voru seldar eignir fyrir um 70,3 milljarðar króna á núvirði, íbúðir sem ætla má að séu í dag um 115 milljarða króna virði.

Ef við skiptum sölunni niður á ríkisstjórnir þá er listinn svona:

Hrunstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar 2007-09: 81 m.kr.

Vinstristjórn Samfylkingar og Vg 2009-13: 7.434 m.kr.

Hægri stjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks 2013-16: 70.269 m.kr.

Stjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar 2017: 6.709 m.kr.

Stjórn Vg, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar frá 2017: 6.577 m.kr.

Eins og sést af þessum lista stóð útsalan fyrst og fremst í tíð ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs og Bjarna.

Þetta má sjá á þessu súluriti. Kassinn er utan um stjórnartíð þeirra Davíðs og Bjarna.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí