Sendinefnd á vegum WikiLeaks með Kristinn Hrafnsson innanborðs ætlar að hitta fjölda Suður-Amerískra leiðtogar á næstunni til að byggja upp stuðning við Julian Assange. Forseti Kolumbíu, Gustavo Petro, gaf út í dag stuðningsyfirlýsingu þar sem segir að hann muni „ásamt öðrum forsetum Rómönsku Ameríku, biðja Biden forseta að lögsækja ekki blaðamann fyrir það eitt að opinbera sannleikann“.
Assange hefur nú verið lokaður inn í Belmarsh fangelsinu í London í meira en þrjú ár auk þess að hafa verið í stofufangelsi í sendiráði Ekvador í fjölmörg ár þar á undan eða síðan 2012. Einangrunin er fyrir löngu farin að hafa verulega slæm áhrif á heilsu hans. Vonast er til þess að ferðin um Suður-Ameríku muni auka stuðninginn við Assange og setja aukinn þrýsting á yfirvöld í Bandaríkjunum um að fella niður málið gegn honum.
Þúsundir, þar með talinn fyrrum leiðtogi Breska verkamannaflokksins Jeremy Corbyn, komu nýlega saman til að mynda stóra keðju í kringum þinghúsið í London auk margra smærri mótmælafunda sem fóru fram víðsvegar um heim. Eiginkona Assange, Stella Assange, segir Bresk yfirvöld verða að tala við yfirvöld í Bandaríkjunum til að draga til baka framsalsbeiðnina sem var lögð fram árið 2019: „Þetta ástand hefur nú þegar staðið yfir í þrjú og hálft ár. Þetta er ljótur blettur á Bretlandi og Biden-stjórninni,“ sagði hún í október.
Öll helstu fjölmiðla og mannréttindasamtök heims hafa gagnrýnt og tekið sér stöðu gegn framsalinu. Fjölmiðlafrelsissamtökin Freedom of the Press Foundation sögðu í yfirlýsingu árið 2019 að mál hans sé ein helsta og geigvænlegasta ógnin við málfrelsi á tuttugust og fyrstu öldinni.
Myndin er af fundi fulltrúa Wikileaks með Gustavo Petro, forseta Kólumbíu og Alvaro Leyva, utanríksráðherra landsins.