Katrín reynir að slökkva elda – Bjarni mætir með bensín

Á meðan Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræddi við forystufólk verkalýðs og auðvalds í stjórnarráðinu og reyndi að fá það aftur að samningaborðinu ávarpaði Bjarni Benediktsson efnahagsmálaráðherra sitt kjördæmi, Viðskiptaráð, og sagði vandann ekki Seðlabankann heldur verkalýðshreyfinguna, sem gerði allt of miklar kröfur fyrir sitt fólk.

Bjarni sagðist styðja Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóra fullkomlega. Hann sagði að þótt vaxtahækkunin í gær hafi verið eins og köld vatnsgusa fyrir suma, þá hefði hún verið nauðsynleg skilaboð til aðila vinnumarkaðarins. Bjarni sagði vandamálið vera verkalýðshreyfinguna sem gerði of miklar og ólíkar kröfur.

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR lýsti því yfir við Rauða borðið í gær að Seðlabankinn væri með það eitt markmið að verja hagsmuni fjármagnseigenda. Vaxtahækkunin í gær hafi verið yfirlýsing um að bankinn myndi gera það þótt það kostaði stórkostlega kaupmáttarrýrnun fyrir heimilin í landinu. Og í ljósi ummæla Ragnars Þórs er ljóst að Bjarni styður Ásgeir á fundi Viðskiptaráðs einmitt af þessum sökum, þeir eru samherjar í að verja hagsmuni auðvaldsins. Sem sat í salnum og klappaði fyrir Bjarna.

Í viðtalinu við Ragnar Þór kom skýrt fram að verkalýðshreyfingin telji nauðsynlegt að fá stjórnvöld og Seðlabanka að borðinu. Annars vegar þarf að vera samkomulag um lækkun vaxta, þannig að samningar verði lausir ef lækkun þeirra gengur ekki eftir. Hins vegar þurfi að kom til stórar aðgerðir á vegum stjórnvalda um uppbyggingu húsnæðis.

Vandinn sé að stjórnvöld hafi svikið það sem þau lofuðu í tengslum við lífkjarasamninginn. Og Seðlabankinn hafi gripið til vaxtahækkana síðari hluta samningsins, sem hafa komið fjölda heimila í mjög erfiða stöðu.

Ef stjórnvöld og Seðlabankinn kæmu ekki að samningunum gæti verkalýðshreyfingin aðeins sótt leiðréttingu og aukinn kaupmátt til fyrirtækjanna. Sem væru vel aflögufær, enda væri gósentíð í flestum atvinnugreinum. Þrátt fyrir tal um óvissu í efnahagsmálum væri ljóst að fyrirtækin gætu staðið undir miklum launahækkunum.

Ragnar Þór sagði að næstu skrefin væru líklega að funda með félagsfólki og kynna því svigrúm til launahækkana, ekki bara almennt heldur hjá einstökum fyrirtækjum, svo launafólk geti séð hvað fyrirtækið sem þau vinna hjá gæti hækkað laun.

Hér má sjá og heyra við talið við Ragnar Þór.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí