Grunnskólabörn verða svöng í dag

Skólamatur segist virkja neyðaráætlun sína í fyrsta sinn í 20 ára sögu fyrirtækisins sem er með starfsemi á Reykjanesi þar sem framreiddar eru máltíðir fyrir leikskóla- og grunnskólabörn í tugum skóla á Reykjanesi og á höfuðborgarsvæðinu.

Útvistun sveitarfélaga á heimsendum mat eða mat í grunn- og leikskóla er ekki óbrigðul en í nóvember lagði fyrirtækið Eldhús Akureyri skyndilega niður starfsemi sína. Skjólstæðingar velferðarsviðs Akureyrarbæjar fengu þá ekki allir hádegismat og þurfti sveitarfélagið að grípa til ýmissa ráðstafana.

Í dag er það veðrið sem hamlar því að matur komist til skila en helstu vegum suðvestanlands hefur verið lokað vegna færðar. Gul viðvörun er í gildi um nær allt land og appelsínugul viðvörun á Suðausturlandi og fólki ráðlagt að halda sig heim.

Skólamatur er í í samstarfi við birgja á höfuðborgarsvæðinu í dag svo hægt sé að þjónusta skólana að einhverju leyti en Jón Axelsson, framkvæmdastjóri Skólamatar, var enn staddur í bílaröð á Reykjanesbrautinni klukkan hálf eitt í dag í von um að vegurinn verði opnaður á ný með fylgd.

„Við erum búin að bíða í einn og hálfan tíma á hringtorgi í röð með 15 bílum sem ætla að athuga hvort þeir opni með fylgd eins og í morgun”, segir Jón í viðtali við RÚV. „Neyðaráætlun tvö verður virkjuð á morgun, við höfum aldrei virkjað þessa áætlun í 20 ára sögu fyrirtækisins. Þá erum við að vinna í því að fylla bílana af mat sem getur verið í kælingu í bílnum sem við getum dreift í fyrramálið.“

Sveitarfélögin selja mataráskrift frá Skólamat og munar stundum helming á verði á 10 miða korti. Mestur er munurinn á milli Kópavogs sem selur kortið á 4.945,- kr og Garðabæjar sem selur það á 8.653,- kr.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí