Þýska lögreglan hóf samkeyrðar aðgerðir snemma í morgun í Berlín, Baden Wuttenberg, Bæjaralandi og víðar eftir að 25 manns voru handtekin í síðustu viku grunuð um að undirbúa hryðjuverk með vopnaðri innrás í þinghúsið í Berlín.
Samkvæmt ríkissaksóknara eru hinir grunuðu taldir meðlimir í hryðjuverkahóp sem stofnaður var í lok nóvember 2021 með það að markmiði að umbylta Þýska ríkinu og koma á sínu eigin stjórnarfari. Þá er hann talinn vera angi hægri-öfgasamtakanna Reichsburger eða Ríkisborgarar en höfuðpaurar þeirra eru Heinrich XIII prins af Reuss og maður sem heitir Ruediger en lögregluyfirvöld í Þýsklandi segja ekki eftirnafnið á, aðeins upphafsstafina v. P.
Heinrich prins er 71 árs gamall og af gömlum þýskum aðalsættum en talið er að hann hafi átt að taka yfir stjórn ríkisins. Ruediger er 69 ára gamall fyrrum fallhlífahermaður og hafði hópurinn að baki þeim þegar myndað einskonar her. Talið er víst að þeir hafi ekki ætlað sér að hika ef kæmi til þess að drepa fólk.
Leitað var í yfir 130 byggingum í eigu 52 grunaðra í 11 fylkjum innan Þýskalands. Yfir 3 þúsund lögreglumenn tóku þátt í aðgerðinni í morgun sem teygði anga sína út fyrir landsteinana því húsleitir voru einnig gerðar í Kitzbuhel í Austurríki og í Perugia á Ítalíu. Þá er Heinrich prins talinn hafa verið í sambandi við hátt setta menn í Rússlandi og notið aðstoðar rússneskar konu sem lögreglan nefndir Vitaliu B. Rússneska sendiráðið í Berlín hafnar öllum ásökunum um tengsl við hægri-öfgasamtök.
Lagt var hald á yfir hundrað hluti sem mögulega voru vopn og enn eru 27 manns grunaðir um að vera viðriðnir málið. Það sem kom lögreglunni á sporið var rannsókn á nýlegri tilraun annars Reichsurger hóps til að ræna þýska heilbrigðisráðherranum Karl Lauterbach.
Marco Buschmann dómsmálaráðherra Þýskalands tísti um atburði morgunsins á Twitter síðu sinni þar sem hann lýsti því yfir að tekist hafi að verja þýska lýðræðið.
Þýski innanríkisráðherrann Nancy Faeser sagði að nú sæist almennilega í þá ógn sem raunverulega stafaði af Reichsbürger hreyfingunni.
Forseti neðri deildar þingsins Bärbel Bas sagði aðgerðina sýna að lýðræðið í Þýskalandi væri vakandi og fært um að takast á við aðgerðir sem þessa