Halda ekki í við aukna notkun á heitu vatni í frosthörkunum

Hrefna Hallgrímsdóttir, forstöðumaður hjá Veitum segir notkun á heitu vatni segja til sín þegar kólnar úti og að kuldakastið núna gæti varað í lengri tíma. Hún segir notkunina í dag innan marka þess sem Veitur ráði við en þó þurfi að spara auðlindirnar ef þær eigi að endast því nú sé búið að tína lægstu eplin á trjánum.

Veitur virkjuðu viðbragsðsáætlun vegna frosthörkunnar fram undan í upphafi desember og var fólk hvatti fyrirtækið til þess að íbúar spöruðu heita vatnið eins og kostur væri yfir köldustu dagana í vetur. Þá sagði upplýsingafulltrúi Veitna að komið gæti til skömmtunar ef of mikið heitt vatn yrði notað. Hitaveitan gæti komist að þolmörkum ef notkun yrði of mikil en stutt er síðan landsmönnum var tilkynnt um að ekki hefði verið ráðist í allar þær framkvæmdir sem þurft hefði til þess að tryggja landsmönnum fullnægjandi heitavatnsmagn í mestu kuldaskeiðum í ár og á næsta ári. Ástæðan er aukin notkun undanfarin ár. Í ár var notkunin óvenju mikil eða 11% í stað 1,5 til 4%. Það er því ekki svo að hér á landi sé skortur á heitu vatni í jörð heldur hefur láðst að sækja það magn landsmenn nota.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí