Lettar loka sjálfstæðri sjónvarpsstöð sem flúið hafði Rússland

Fréttamenn án landamæra (RSF) skoruðu í gær á fjölmiðlaeftirlit Lettlands að afturkalla ekki leyfi rússnesku sjónvarpsstöðvarinnar TV Dozhd (TV Rain) sem staðsett er í Lettlandi eftir að hún braut lettneska fjölmiðlalög. Miðilinn er einn af fáum óháðum Rússneskum fréttamiðlum sem haldið hefur verið úti af rússneskum blaðamönnum og enn var starfandi en miðilinn hefði áður flúið frá Rússlandi. Fjölmiðlaeftirlit Lettlands ákvað hinsvegar í dag að ógilda útsendingarleyfi stöðvarinnar. 

„TV Dozhd er ein af fáum sjálfstæðum rásum með rússneskum blaðamönnum sem senda út til rússneskumælandi almennings,“ sagði Jeanne Cavelier, yfirmaður RSF-skrifstofu Austur-Evrópu og Mið-Asíu. „Þvinguð í útlegð eftir að Rússar hófu stríð sitt gegn Úkraínu vegna umfjöllunar um átökin gat stöðin hafið starfsemi á ný í Lettlandi. Það má gagnrýna stöðina fyrir þau brot sem hún er ákærð fyrir en afturköllun útsendingarleyfisins er alvarlegt áfall fyrir fjölmiðlafrelsi, sjálfstæði og fjölhyggju. Við höfum skrifað eftirlitinu og beðið það um að halda leyfi sjónvarpsstöðvarinnar opnu.“

Rannsókn fór fram á ummælum Aleksei Korostelev, þáttastjórnanda TV Dozhd, sem hafa verið túlkuð sem ákall um stuðning við rússneska hermenn. NEPLP, rafrænt fjölmiðlaeftirlit Lettlands, hefur úrskurðar að sjónvarpsstöðin missi útsendingarleyfi sitt í Eystrasaltslandinu fyrir „ítrekuð brot“ á lettneskri löggjöf. Stöðin hafði þegar verið sektuð um 10 þúsund evrur þann 2. desember fyrir að sýna kort sem sýndi Krímskaga sem hluta af Rússlandi.

Ritstjóri TV Dozhd, Tikhon Dziadko, lýsti útsendingu kortsins sem eftirsjáanlegum „mistökum“ starfsmanns sem hafði sótt það af netinu. Hann baðst einnig afsökunar á ummælum Korostelev, sem hann lýsti sem alvarlegum mistökum sem kynnirinn hefði verið rekinn fyrir. Hins vegar hafa bæði Korostelev og TV Dozhd sagt að ummæli hans hafi verið misskilin og ekki hefði átt að túlka þau sem stuðning við stríðið af hálfu þáttastjórnandans eða sjónvarpsstöðvarinnar.

Eftir að Rússar hófu innrá sína í Úkraínu fyrr á árinu skipaði ríkissaksóknari Rússlands rússneska fjölmiðlaeftirlitinu, Roskomnadzor (sem er á lista RSF yfir andstæðinga fjölmiðlafrelsis), að takmarka aðgang að vefsíðu TV Dozhd vegna óháðrar umfjöllunar um innrásina í Úkraínu og sakaði hana um að dreifa „vísvitandi röngum upplýsingum um aðgerðir rússneskra hermanna“ og „upplýsingum sem kölluðu eftir aðgerðum öfgamanna“.

Vegna þessarar ákvörðunar neyddust starfsmenn sjónvarpsstöðvarinnar til að flýja land og nokkrum mánuðum síðar hófu sumir þeirra starfsemi í Lettlandi. TV Dozhd hóf útsendingar á ný frá Riga eftir að hafa fengið leyfi frá NEPLP í júní.

Fréttamenn án landamæra hefur stutt TV Dozhd í fjölda ára. Áður en stöðin var þvinguð í útlegð var hún eina sjálfstæða sjónvarpsstöðin í Rússlandi og varð sem slík fyrir stöðugum hótunum og áreiti af hálfu rússneskra yfirvalda.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí