Ragnar Þór með óbragð í munni við undirritun samninganna

„Ég hafði einfaldlega ekki geð í mér að láta taka mynd af mér með SA við þessar aðstæður. Þau fá algjöra falleinkunn fyrir framgöngu þeirra, ekki bara gagnvart verkalýðshreyfingunni heldur gagnvart samfélaginu, launafólki. Hér ríkir fordæmalaust góðæri og eina óvissan sem blasir við atvinnulífinu er hversu mikil aukningin á hagnaði ársins í ár verður miðað við met árið í fyrra.“

Þetta segir Ragnar Þór í viðtali við RUV í kjölfar undirritunar samninga VR, Landssamband verslunarmanna og samflot iðn- og tæknigreina, MATVÍS, Rafiðnaðarsambands Íslands, Samiðn og VM.

Ragnar þakkaði þó samninganefndum félaganna í pistli á Facebooksíðu sinni í dag „…þá sérstaklega öllu því frábæra starfsfólki sem lagði á sig mikla vinnu, nótt sem nýtan dag, í gegnum ferlið. Ég fullyrði að þetta samstarf og sú mikla samheldni sem einkenndi þessa vinnu skilaði okkur betri niðurstöðu en annars hefði orðið.

Við gerðum allt og þá meina ég allt sem í okkar valdi stóð til að ná sem bestri niðurstöðu fyrir okkar hópa og get ég sagt með vissu að lengra varð ekki komist miðað við aðstæður. Það var samdóma álit samninganefnda félaganna að setja samninginn í dóm okkar félagsfólks og þar við situr.” segir Ragnar.

Þá skoraði hann á Samtök atvinnulífsins að boða samninganefnd Eflingar tafarlaust á fund og gera þeim tilboð sem þau gætu ekki hafnað. „Það er ekki léttvægt að skrifa undir kjarasamning vitandi af 26 þúsund félögum okkar í Eflingu sem sitja eftir samningslaus við þessar aðstæður og það rétt fyrir jólin. Þó svo að SA hafi sett einhverjar óljósar línur um hvað má semja um og hvað ekki er ljóst að fordæmalaust góðæri ríkir í fjármála og atvinnulífinu. Sú staða er óbreytt.”

Samkvæmt Ragnari var algjör einhugur innan stjórnar og samninganefndar VR um að skrifa undir samninginn og leggja hann í dóm félagsfólks þrátt fyrir að vilja alltaf gera betur og ná meiru fram. „Við sem störfum á vettvangi kjarabaráttunnar brennum fyrir því sem við erum að gera og ekkert óeðlilegt að tilfinningar séu miklar þegar aðstæður eru krefjandi og langlundargeðið gagnvart okkar viðsemjendum hverfi þegar markmiðum okkar er ekki fyllilega náð.”

Í fyrrgreindu viðtali við RUV sagðist hann vera með óbragð í munni við undirritun og hafði ekki geð í sér að sitja fyrir á mynd með SA í lokin en fullyrðir þó að þrátt fyrir að fleiri hafi verið með óbragð í munni hafi menn verið sammála um að leggja samninginn fyrir félagsfólk. Þá taki nú við kynning og atkvæðagreiðsla og tímasett vinna við gerð langtímasamnings að því gefnu að félagsfólk samþykki nýgerðan skammtímasamning.

Ragnar Þór kemur að Rauða borðinu í kvöld.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí