Villt vísvitandi um fyrir almenningi

Verkalýðsmál 5. des 2022

Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis, gangrýnir í pistli á vef Sameykis málflutning Hildar Björnsdóttur, borgarfulltrúa og oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í útvarpsþættinum Vikulokin á Rás 1 sl. laugardag. Það heldur hún því fram að opinberi vinnumarkaðurinn leiði launaþróunina í landinu. Í pistlinum sem birtist fyrst á Vísi segir hann að Hildur hafi vitnaði í skýrslu Kjaratölfræðinefndar máli sínu til stuðnings.

Kjaratölfræðinefnd mælir launaþróunina á vinnumarkaði og þar kemur skýrt fram að almenni launamarkaðurinn er leiðandi á launamarkaðnum. Formaður Sameykis segir óábyrgt af stjórnmálafólki að kynna sér ekki staðreyndir um launaþróunina á vinnumarkaði; halda úti áróðri gegn opinberu starfsfólki og grunnþjónustunni og það væri alvarleg afbökun.

„Hið rétta er að almenni launamarkaðurinn leiðir launamyndunina á vinnumarkaði. Í lífskjarasamningnum, sem almenni markaðurinn leiddi, var samið um fastar krónutöluhækkanir en ekki um prósentur,“ segir Þórarin í pistli sínum. Launasetning þessa fólks sést vel þegar litið er á niðurstöður Kjaratölfræðinefndar sem hún vitnaði ótt og títt ranglega í.“

Þá gagnrýnir Þórarinn málflutning oddvita Sjálfstæðisflokksins um að geta ekki sagt opinberu starfsfólki upp fyrirvaralaust að eigin geðþótta.

Lesa má pistilinn hér: Villuljós í Vikulokum

Frétt af vef Sameykis.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí