Síminn hækkar fótboltann um 33%

Eitt merki um hagnaðardrifna verðbólgu, þegar fyrirtæki spenna verð upp til að auka hagnað sinn og umfram aukinn kostnað, er hækkun Símans á enska boltanum úr 4.900 kr. í 6.500 kr. á mánuði. Þetta er hækkun upp á 1.600 kr. sem gerir 33% hækkun, langt umfram annað verðlag eða nokkuð sem réttlæta má með veikingu krónunnar.

Breska pundið er nú 176,50 kr. Á sama degi fyrir ári var pundið 174,20 kr. Mismunurinn er 1,3%. Ekki 33%.

Eigendur Símans seldu grunninnviði fyrirtækisins í fyrra og greiddu sér andvirðið út sem arð, Nú þegar búið er að skræla fyrirtækið að innan, eins og það er kallað þegar eigendur selja innan út fyrirtækjum öll verðmæti, er komið að því að blóðmjólka viðskiptavini. Það er gert með því að hækka verð allt þar til að velta dregst svo saman að hagnaður fyrirtækisins skerðist og þar með geta þess til að greiða eigendum sínum arð.

Þetta er kölluð hagnaðardrifin verðbólga. Það er almennt viðurkennt um allan heim að hún sé einn af megin orsökum verðbólgu, sókn fyrirtækjaeigenda í hagnað og arð. Hér heima má hins vegar helst skilja af umfjöllun fjölmiðla að orsök verðbólgu sé hækkun lægstu launa, að það sé konan sem skúrar á nóttinni sem hækkar verð á vöru og þjónustu.

Svo er auðvitað ekki. Það eru eigendur fyrirtækja sem taka ákvörðun um verðhækkanir. Og að baki þeirri ákvörðun liggur sú eina regla sem notuð er í fyrirtækjarekstri í dag, að skila eigendum fyrirsækja sem mestum arði.

Hækkun kostnaðar hvetur eigendur fyrirtækja áfram í verðhækkunum, en það er ekki beint samhengi þarna á milli. Markmið eigendanna er að hækka verðið eins mikið og nokkur kostur er. Það á sérstaklega við einokunar- og fákeppnismarkaði, eins og allir markaðir eru á Íslandi. Á einokunarmarkaði, eins og t.d. sölu á enska boltanum, hafa eigendur svo til frítt spil, geta hækkað verðið nánast eins og þeim lystir. Efri mörk eru við almenna uppreisn í samfélaginu.

Á fákeppnismörkuðum aðlaga fyrirtækin sig fljótt að lögmálum slíks markaðar, að samkeppni borgar sig ekki. Þú getur mögulega aukið markaðshlutdeild þína um 10% með því að lækka verða um 25% en þá ertu kannski að minnka hagnað fyrirtækisins um 20% og getur þá borgað þér minni arð. Þegar svokallaður samkeppnisaðili þinn hækkar verð er því gáfulegast út frá hagnaðarsjónarmiðinu að hækka líka og sækja eins og hann aukinn hagnað í vasa viðskiptavina. Og aukinn arð í framhaldinu.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí