Starfsfólk Amazon í Bretlandi komið í verkfall

Síðasta miðvikudag fór starfsfólk Amazon í verkfall. Fólkið fer fram á hærri laun og betri starfsaðstæður. Þessi vinnudeila er ein af mörgum vegna hækkandi framfærslukostnaðar á Bretlandseyjum.

Meðlimir verkalýðsfélagsins kusu að leggja niður störf síðasta miðvikudag í vöruhúsi Amazon nálægt Birmingham. Talskona verkalýðsfélagsins segir launafólk sem stóð vaktina í gegnum heimsfaraldurinn sé að fara fram á laun sem duga fyrir framfærslu, með öðrum orðum mannsæmandi laun. Þau vilja einnig bætta starfsaðstöðu og Amazon láti af rafrænu eftirliti með starfsfólkinu.

Amazon fylgist gaumgæfilega með starfsfólki sínu rafrænt og notar til þess háþróaða algríma. Starfsfólkið segir það valda stressi og vanlíðan og vera andlega lýjandi til lengdar að vera undir stöðugum árangursmælingum og áreiti frá næsta yfirmanni.

Amazon hefur boðið starfsfólkinu 89 króna hækkun ofan á tímakaupið, sem jafngildir um 15.400 kr. hækkun á mánuði. Það er of lítið að sögn talskonu verkalýðsfélagsins.   

Amazon rekur 30 vöruhús í Bretlandi. Talsmaður fyrirtækisins segir að tvö þúsund manns starfi í vöruhúsinu í Coventry.  98 prósent af þeim sem tóku þátt í atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun samþykktu að fara í verkfall. Amazon heldur fram að þátttakan hafi verið dræm, halda því fram að einungis 178 manns hafi greitt atkvæði.

Það er því ekki einungis á íslandi að aðgerðir verkalýðsfélaga séu dregnar í efa vegna lítillar þátttöku í atkvæðagreiðslum. Þessu er haldið fram af fyrirtækjaeigendum um allan heim. 

Amazon segist bjóða upp á samkeppnishæf laun, frá 1.860 kr. til 2.028 kr. á tímann. Þetta jafngildir um 322-352 þús. kr. fyrir fulla vinnu. Verðlag er ódýrara þar svo ætla má að þetta séu um 400-438 þús. kr. miðað við íslenskan raunveruleika.

Launin eru mismunandi eftir svæðum, hærri á þeim svæðum þar sem er meiri framfærslukostnaður.  Amazon segir að þessi laun séu 29% hækkun á lágmarkstímakaupi miðað við árið 2018.

Viðskipti hjá Amazon á heimsvísu blómstruðu í faraldrinum eins og hjá öðrum tæknifyrirtækjum. Nú stendur fyrirtækið frammi fyrir því að þurfa að vinda ofan af miklum ráðningum í faraldrinum. Í þessum mánuði tilkynnti fyrirtækið um uppsagnir 18 þúsund manns um allan heim. 

Í Bretlandi ríkir mikil dýrtíð. Vegur þar þyngst hátt orka og matur, sem hafa hækkað mikið að undanförnu og magnað upp mestu verðbólgu í áratugi.  Starfsfólk Amazon er nýjasti hópurinn sem efnir til baráttunni gegn minnkandi kaupmætti og krefjast hærri launa. Aðrar stéttir í verkföllum eru hjúkrunarfræðingar, sjúkraflutningamenn, lestarstjórar,  landamærastarfsmenn, ökukennarar, rútubílstjórar, kennarar og póststarfsmenn.

Það er ekkert nýtt að Amazon standi frammi fyrir verkföllum launafólks sem vill hærri laun og betri vinnuaðstæður. Starfsfólk fyrirtækisins annars staðar í Evrópu, svo sem á Spáni og í Þýskalandi, hafa farið í verkföll auk þess verkföll hafa verið víða um Bandaríkin. Í október síðastliðinn rak Amazon tugi starfsfólks í vöruhúsi sínu í New York eftir að þau efndu til mótmæla og neituðu að taka vaktir.

Á síðasta ári var efnt til samræmdrar herferðar í meira en þrjátíu löndum undir slagorðinu: Látum Amazon borga! Talsmenn herferðarinnar sögðu að þeir vildu að fyrirtækið borgaði hærri laun, bætti starfsaðstæður, veiti aukinn veikindarétt og létu af viðleitni sinni í skipulögðu niðurbroti verkalýðsfélaga. 

Myndin er af félögum GMB verkalýðsfélagsins við verkfallsvörslu fyrir utan Amazon-vöruhúsið í Coventry, þar sem starfsmenn Amazon hefja sitt fyrsta verkfall.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí