Ásgeir í mótsögn við sjálfan sig

Í desember lét Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri hafa eftir sér að kjarasamningar væru „mjög jákvæð tíðindi“ á kynningarfundi og taldi þá auka stöðugleika. Á fundi í morgun voru vextir hækkaðir um hálft prósent og ein aðal ástæðan voru „nýgerðir kjarasamningar […] sem fela í sér töluvert meiri launahækkanir en var gert ráð fyrir“. Seðlabankastjóri er því kominn í mótsögn við sjálfan sig og farinn að tala í kross um áhrif kjarasamninga.

Vextir á Íslandi eru háir miðað við önnur lönd þó að verðlag sé á svipuðu reiki. Fáar skýringar sem halda vatni hafa fengist um það hvað það er sem kallar á snarpar vaxtahækkanir síðustu tveggja ára og mikinn vaxtamun við helstu viðskiptalönd.

Ein helstu rökin sem hafa verið gefin fyrir 50 punkta hækkun kynnta í morgun eru neikvæð áhrif kjarsamninga. En vísað er til sömu kjarasamninga og Seðlabankinn taldi frábært tíðindi fyrir fjármálakerfið fyrir tveimur mánuðum.

Ótal hagfræðingar hafa kallað eftir að slakað sé á vaxtahækkunum þar sem framboðið sé aftur að aukast eftir að cóvid takmörkunum hafi verið létt. Hagkerfið í Evrópu hafi að miklu leyti tekist að aðlagast orkuskorti sem kom í kjölfar viðskiptaþvingana á Rússland. Ólafur Margeirsson hagfræðingur bendir í nýlegum pistli á að vaxtahækkun sé óráðleg í þessu ástandi þar sem vextir hafi fyrst og fremst áhrif á eftirspurn eftir fjármagni, en að vandinn sé ekki þar og vaxtatólið ekki líklegt til að ná miklum árangri í að ná niður verðbólgu.

Í Bandaríkjunum hafa vextir einnig verið hækkaðir mikið en þar eru líka miklar efasemdir um það hvort vaxtahækkanir séu rétta meðalið. Athygli hefur vakið að atvinnustig hefur haldist hátt og batnað þrátt fyrir að stýrivextir hafi hækkað. Þetta er þvert á Philips kúrvuna, kenningu sem seðlabankar styðjast margir við.

Claudia Sahm er fyrrum starfsmaður Seðlabanka Bandaríkjanna en heldur núna úti sjálfstæðri umfjöllun um efnahagsmál. Hún skrifaði nýlega, og notaði hástafi: „VIÐ EIGUM EKKI AÐ LEMJA Á VERKAFÓLKI TIL AÐ NÁ NIÐUR VERÐBÓLGU! Alls ekki. Verðbólgan er að koma niður sjálf án aðstoðar og atvinnuleysi er mjög lítið. Vinnumarkaðurinn, samkvæmt flestum mælingum, hefur sýnt viðnámsþrótt og er heilbrigðari en hann var meira að segja fyrir covid. Sem er gott!“

Stjörnuhagfræðingurinn Stephanie Kelton tekur í sama streng: „Nú þegar dregur úr [covid] framlögum ríkisins og virðiskeðjur komast aftur í fyrra horf munum við sjá verðbólguna hjaðna. Hún mun hjaðna án sögulega herskárra vaxtahækkana seðlabankans.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí