Áskriftir komnar yfir milljón

Það gerðist í dag að mánaðarleg félagsgjöld í Alþýðufélaginu fóru yfir eina milljón króna, en félagsgjöldin eru einskonar áskrift að Samstöðinni. Að þessu tilefni mun Samstöðin auka við starfsemina um mánaðamótin og taka næstu skrefin í uppbyggingu þessa frétta- og umræðumiðils.

Samstöðin opnaði fréttavef í haust á vef sínum samstodin.is. Heimsóknir inn á vefinn hafa hægt og bítandi aukist síðan þá. Þá var líka bætt fréttayfirliti við Rauða borðið, sem sent er út á virkum dögum frá mánudegi til fimmtudags. Viðtals- og umræðuhluti þáttarins var svo aukinn um áramótin og ýmsum föstum liðum bætt inn í hann. Á næstunni mun Rauða borðið þróast enn frekar í að verða fréttaþáttur Samstöðvarinnar.

Fyrir skömmu var opnað svæði á vef Samstöðvarinnar fyrir skoðanagreinar, sjá hér: Skoðun.

Þættir Rauða borðsins, Rauðs raunveruleika, Hinnar Reykjavíkur og Work in Progress eru sendir út á síðum Samstöðvarinnar á Facebook og youtube og eru flestir aðgengilegir á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Nálgast má einstaka þætti á vef Samstöðvarinnar: Þættir. Einstök viðtöl má nálgast á youtube: Vídeó.

Þetta á líka við um nýjasta þátt stöðvarinnar: Samtal á sunnudegi. Þar er fjallað um tiltekið málefni í nokkrum þáttum undir leiðsögn sérstaks lóðs. Fyrsta syrpan er um verkalýðsmál undir leiðsögn Sigurðar Péturssonar sagnfræðings.

Meðal þess sem mun gerast í mars er að útsendingar verða fleiri og sent út víðar. Fréttum á vef Samstöðvarinnar verður fjölgað og skoðanahlutinn efldur.

Þetta er hægt vegna aukins stuðnings félaga í Alþýðufélaginu sem hafa nú skráð sig fyrir félagsgjöldum sem jafngilda einni milljón króna á mánuði í áskrift til Samstöðvarinnar. Eins og fram hefur komið lætur Sósíalistaflokkurinn helminginn af ríkisstyrk til flokksins renna til Samstöðvarinnar, í ár um 1.022 þús. kr. á mánuði. Því er ekki langt að bíða að framlag félaga í Alþýðufélaginu fari yfir framlag flokksins.

Félagsgjöld í Alþýðufélaginu eru 2.000 kr. en félagar geta kosið að greiða meira. Þau sem hafa áhuga á að styðja Samstöðina og gerast félagar í Alþýðufélaginu geta skráð sig hér: Skráning.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí