Fordæmalaus notkun á orðinu fordæmalaust

Orðið fordæmalaust er líklega orð ársins 2023, eins og mörg síðustu ár. Verkföll Eflingar eru sögð fordæmalaus eins og verkbann Samtaka atvinnulífsins, góðærið í fyrirtækjum er fordæmalaust, afleiðingar ófærðar á Reykjanesbraut hafði fordæmalaus áhrif á flugsamgöngur, einn daginn er atvinnuleysið fordæmalaust og stuttu síðar er vinnuaflsskorturinn fordæmalaus.

Og svo áfram. Þessi fyrirsögn var t.d. á frettabladid.is í dag: Kristbjörg Kjeld í fordæmalausu hlutverki

Á timarit.is þar sem má finna megnið af blöðum og tímaritum útgefnum á Íslandi sést að að fordæmalaus kemur fyrst fyrir í febrúar 1930 í ritstjórnargrein í Tímanum,:

Íslandsbanki fór eftir þetta að verða einskonar alheimssafn af fordæmalausum félagsmálaafglöpum.

Fordæmalaust er kemur fyrst fram í mars sama ár í Alþýðublaðinu, höfð eftir konu sem kom inn á ritstjórn að tjá sig um eldhúsdagsumræður á Alþingi sem útvarpað hafði verið daginn áður

Það væri fordæmalaust það hún til vissi, að sökudólgar ótilneyddir kærðu sig sjálfir, svo sem raun væri á um íhaldsmenn á alþingi.

Fyrir þetta ár eru engin dæmi um fordæmalaus eða fordæmalaust á timarit.is. Hér má sjá yfirlit eftir áratugum:

Þarna sést verðbólgan í þessu orði ágætlega, það þenst út á þessari öld og mest að undanförnu.

En auðvitað gæti verið að þetta línurit sýni fyrst og fremst aukna útgáfu. Við skulum því skoða orðið fordæmalaus sem hlutfall af orðinu fordæmi. Það ætti að eyða út áhrifum af aukinni textaútgáfu.

Þarna sést enn frekar hversu mikið meira þetta orð er notað að undanförnu en áður. Það kom fram á umrótstímum kreppunnar miklu og hélst fram á stríðsárin en síðan virtist draga úr tilfinningu fólks fyrir að það lifði tíma sem ættu sér ekki fordæmi. Sú tilfinning gaus hins vegar upp á þessari öld, og einkum eftir Hrun.

Hápunkti náði notkun þessa orðs 2017, svo það er ekki bara cóvid sem ýtti undir notkun þess. Þetta er viðvarandi tilfinning, það er ef þetta eru ekki bara innihaldslaus tíska.

Í kreppunni og heimsstyrjöldinni urðu straumhvörf í hugmyndaheiminum og pólitík í okkar heimshluta. Það má vera að það bendi til slíkra vatnaskila á okkur tímum hversu oft við sjáum þetta orð. Að þetta sé ekki tíska, heldur séum við að fara inn á fordæmalausa tíma.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí