Hagsmunabarátta leigjenda skilar árangri

Húsnæðismál 8. feb 2023

Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður samtaka leigjenda var gestur Rauða Borðisns á Samstöðinni í gærkvöldi. Sagði hann fréttir af hagsmunabaráttu leigjenda og réttarbótum sem þeir eru að knýja fram í löndunum í kringum okkur.

Barátta leigjendasamtakana í Hollandi sem þrýst hafa á stjórnvöld um að grípa inn á húsnæðismarkaði með frekari takmörkun á uppkaupum fjárfesta skilaði árangri. Hollensk stjórnvöld hafa hert reglur um spákaupmennsku og brask.

Mikill einhugur er hjá borgaryfirvöldum í Bristol á Englandi um að krefja stjórnvöld um heimildir til að setja svæðisbundnar reglur um leigumarkaðinn. Kemur ákvörðun borgarstjórnar Bristol í kjölfar mikillar umræðu um þörf á leiguþaki og kröfur annarra sveita- og hérðasstjórna um sömu úrræði.

Þýskir stjórnarliðar eru komnir í hár saman vegna tafa á innleiðingu hertra reglna á leigumarkaði. Í stjórnarviðræðum flokkana sem mynda þýsku ríkisstjórnina var samið um og skrifað í stjórnarsáttmálann listi yfir aðgerðir á leigumarkaði. Virðist dómsmálaráðherrann sem kemur úr röðum Frjálsra Demókrata standa í vegi fyrir innleiðingu nýrra reglna, sem hefur reitt samstarfsflokkana til reiði.

Leigjendur í Brooklyn í New York komnir í leiguverkfall. Hóta þeir að taka yfir byggingarnar sem eru í eigu tveggja fyrirtækja, stofna samvinnufélag og reka húsnæðis sjálft gangi eigendurnir ekki að kröfum þeirra. Merkileg löggjöf sem hefur verið lýði í Washington D.C veitir leigjendunum mikinn innblástur.

Skylduskráning húsaleigusaminga og upplýsingagjöf Húsnæðis- og Mannvirkjastofnunar var rædd, ásamt nýjustu tölum um eignarhald á húsnæði og framleiðni á húsbyggingamarkaði.

Þið getið horft á umræðu um hagsmunabaráttu leigjenda í spilarnum hér að ofan.
Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí