Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður samtaka leigjenda var gestur Rauða Borðisns á Samstöðinni í gærkvöldi. Sagði hann fréttir af hagsmunabaráttu leigjenda og réttarbótum sem þeir eru að knýja fram í löndunum í kringum okkur.
Barátta leigjendasamtakana í Hollandi sem þrýst hafa á stjórnvöld um að grípa inn á húsnæðismarkaði með frekari takmörkun á uppkaupum fjárfesta skilaði árangri. Hollensk stjórnvöld hafa hert reglur um spákaupmennsku og brask.
Mikill einhugur er hjá borgaryfirvöldum í Bristol á Englandi um að krefja stjórnvöld um heimildir til að setja svæðisbundnar reglur um leigumarkaðinn. Kemur ákvörðun borgarstjórnar Bristol í kjölfar mikillar umræðu um þörf á leiguþaki og kröfur annarra sveita- og hérðasstjórna um sömu úrræði.
Þýskir stjórnarliðar eru komnir í hár saman vegna tafa á innleiðingu hertra reglna á leigumarkaði. Í stjórnarviðræðum flokkana sem mynda þýsku ríkisstjórnina var samið um og skrifað í stjórnarsáttmálann listi yfir aðgerðir á leigumarkaði. Virðist dómsmálaráðherrann sem kemur úr röðum Frjálsra Demókrata standa í vegi fyrir innleiðingu nýrra reglna, sem hefur reitt samstarfsflokkana til reiði.
Leigjendur í Brooklyn í New York komnir í leiguverkfall. Hóta þeir að taka yfir byggingarnar sem eru í eigu tveggja fyrirtækja, stofna samvinnufélag og reka húsnæðis sjálft gangi eigendurnir ekki að kröfum þeirra. Merkileg löggjöf sem hefur verið lýði í Washington D.C veitir leigjendunum mikinn innblástur.
Skylduskráning húsaleigusaminga og upplýsingagjöf Húsnæðis- og Mannvirkjastofnunar var rædd, ásamt nýjustu tölum um eignarhald á húsnæði og framleiðni á húsbyggingamarkaði.
Þið getið horft á umræðu um hagsmunabaráttu leigjenda í spilarnum hér að ofan.
Hagsmunabarátta leigjenda skilar árangri
Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward