Samgöngusáttmálinn verði endurskoðaður

Flosnað hefur upp úr samstöðu sveitarfélaga um Samgöngusáttmálann sem var undirritaður í september 2019. Bæjarstjórar stærstu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu vilja virkja endurskoðunarákvæði og telja sig hafa stuðning ríkisstjórnarinnar til þess. Vilhjálmur Árnason, formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, kveðst beita sér fyrir endurskoðun.

Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins flytur tillögu fyrir fund borgarstjórnar á morgun. Svo virðist sem hægri armur stjórnmála vilji stokka upp í forgangsröðun verkefna, leggja meiri áherslu á framkvæmdir sem greiða úr umferð og draga úr vægi almenningssamgönguverkefna nema farþegagjöld standi undir framkvæmdum og rekstri.

Mikil pólitísk innistæða meirihlutans í borginni er bundin í framgang Borgarlínunnar. Taldi þá meirihlutinn sig hafa unnið stórsigur með því að draga stjórnvöld að borði – og sömuleiðis að fjármögnun væri tryggð fyrir umferðarstokka, Borgarlínu, gatnamót, Sundabraut og svo mætti lengi telja.

Um mitt síðasta ár var tímalína Borgarlínu síðast uppfærð og þá var stefnt að framkvæmdalokum fyrsta áfanga Hamraborg – HÍ fyrstu mánuði 2026. Síðan þá hefur lítið gerst, nema helst nýtt lýðheilsumat sem varpar ljósi á væntar andlegar og líkamlegar heilsubætur þeirra sem nota Borgarlínu.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí