Samningar á almennum markaði geta ekki verið stefnumarkandi

Verkalýðsmál 6. feb 2023

Sonja Ýr Þorgbergsdóttir, formaður BSRB segir í Tímariti Sameykis, að þeir kjarasamningar sem nú liggja fyrir á almennum vinnumarkaði geta með engu móti verið stefnumarkandi fyrir í komandi kjarasamningum við ríkið. Þá segir hún að að megináherslur BSRB í aðdraganda kjarasamningsviðræðna eru að lokið verði vinnu við jöfnun launa milli markaða, gerðar verði lagfæringar til að betrumbæta styttingu vinnuvikunnar í vaktavinnu og að leiðrétt verði vanmat á störfum kvennastétta. „Það eru forsendur þess að gera megi skammtímasamning.“

„Félagsfólk aðildarfélaga BSRB starfar að stærstum hluta í almannaþjónustunni, hefur axlað mikla ábyrgð í störfum sínum og verið undir gríðarlegu álagi í gegnum heimsfaraldurinn og eftirmál hans. Þessar aðstæður vörpuðu ljósi á mikilvægi starfsfólksins og starfanna fyrir samfélagið allt. Engu að síður eru laun á opinberum vinnumarkaði að meðaltali lægri en á almennum vinnumarkaði, sem hefur þau áhrif að of víða er skortur á starfsfólki.

Þeir kjarasamningar sem nú liggja fyrir á almennum vinnumarkaði geta því með engu móti verið stefnumarkandi fyrir okkar hópa. Þess vegna er það fagnaðarefni að aðildarfélög BSRB hafa ákveðið að taka höndum saman í komandi kjarasamningsviðræðum við ríkið og sveitarfélögin og munu einnig eiga í samstarfi við Bandalag háskólamanna og Kennarasamband Íslands. Við vitum sem er að saman erum við sterkari.“

Auk þess segir Sonja að ekki verði ritað undir kjarasamninga fyrr en gengið hafi verið frá samkomulagi um umfang og útfærslu jöfnunar launa til að efna samkomulagið um jöfnun launa milli markaða sem undirritað var 2016.

„Að meðaltali mældust laun 16,8% hærri á almennum vinnumarkaði heldur en á hinum opinbera þó hann væri mismunandi milli stétta. Unnið hefur verið að þessu verkefni um árabil en nú er komið að því að ríki og sveitarfélög efni loforð sitt. BSRB, BHM og KÍ hafa lýst því yfir að ekki verði ritað undir kjarasamninga fyrr en gengið hafi verið frá samkomulagi um umfang og útfærslu jöfnunar launa til að efna samkomulagið.“

Lesa má grein Sonju hér: Á kjarasamningsvetri.

Frétt af vef Sameykis.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí