Samstöðin hefur verið skráð sem fjölmiðill hjá fjölmiðlanefnd. Þetta er liður í uppbyggingu stöðvarinnar en á næstu dögum verður dreifikerfið styrkt og efni aukið, bæði þáttagerð og efni á fréttasíðunni á samstodin.is
Samstöðin er í eigu Alþýðufélagsins. Félagar í Alþýðufélaginu er fólk sem skráð hefur sig fyrir einskonar áskrift að Samstöðinni, sem jafnframt eru félagsgjöld að Alþýðufélaginu.
Þau sem vilja ganga í Alþýðufélagið og þar með eigendahóp Samstöðvarinnar geta skráð sig hér: Skráning
Í skráningu fjölmiðlanefndar segir að Samstöðin sé samfélagssjónvarp og vettvangur fyrir róttæka samfélagsumræðu og raddir þeirra sem ekki fá rúm í umfjöllun meginstraumsmiðla. Þættir Samstöðvarinnar eru allt í senn fundir, sjónvarps-, útvarps- og hlaðvarpsþættir og innlegg í gagnvirka umræðu á samfélagsmiðlum.
Í skráningunni kemur fram að Samstöðinni sé óskylt að miðla efni sem gengur í berhögg við stefnu fjölmiðilsins. Samstöðin hefur þá yfirlýstu stefnu að segja fréttir og flytja umræðu frá sjónarhóli verkafólks, leigjenda, innflytjenda, öryrkja, einstæðra foreldra og annarra hópa sem standa illa fjárhagslega og hafa veika rödd í meginstraumsmiðlum.
Hér má sjá nýjasta þátt Rauða borðsins, sem sendur var út í gærkvöldi. Þar ræddu þeir Ásgeir Brynjar Torfason og Ragnar Þór Ingólfsson nýjar verðbólgutölur, Hilmar Þór Björnsson borgarlínu, Eva H. Önnudóttir stöðu flokka og ríkisstjórnar og prófessor í stjórnmálafræði fer með okkur yfir stöðu flokka og Kristín Davíðsdóttir um skaðaminnkun: