Samtök atvinnulífsins ætla að loka samfélaginu í mótmælaskyni

Atkvæðagreiðsla um verkbann á allt launafólk Eflingar á almennum markaði hefst í hádeginu og lýkur í hádeginu á morgun. Ef aðildarfyrirtækin samþykkja mun verkbannið hefjast á miðnætti 1. mars, seint á þriðjudagskvöld í næstu viku. Við það mun atvinnulíf á höfuðborgarsvæðinu lamast.

Stjórn Samtaka atvinnulífsins samþykkti að efna til atkvæðagreiðslunnar. Stjórnin samanstendur af fulltrúum stærstu fyrirtækjanna innan samtakanna. Og þar sem atkvæðamagn fer eftir veltu fyrirtækja má ætla að verkbannsboðunin verði samþykkt. Smærri fyrirtæki hafa í raun litla sem enga rödd í þessum samtökum.

Með því að kjósa verkbann eru fyrirtækin flest í raun að loka. Hótelin munu ekki aðeins loka heldur flugfélögin, veitingastaðirnir og öll þjónusta til ferðamanna. Það þarf því ekki aðeins að opna neyðarskýli eins og forsvarsfólk ferðaþjónustunnar boðaði í vikunni heldur þarf að opna súpueldhús til að gefa fólkinu að borða.

Hafnir munu loka og flugvellir, almenningssamgöngur leggjast niður og allar byggingaframkvæmdir. Vörusendingar munu hætta, frystihús loka og iðnfyrirtæki.

Í verkbannsboðun SA kemur fram að veittar verði undanþágur frá verkbanni vegna nauðsynlegrar grunnþjónustu, og er þá líklega átt við undanþágur svo slökkvilið, lögregla og sjúkrastofnanir geti starfað.

Í tilkynningunni kemur einnig fram að SA virðist líta á þetta verkbann sem einskonar pissukeppni. Þar stendur: „Fresti Efling boðuðum verkföllum munu Samtök atvinnulífsins að sama skapi fresta verkbannsaðgerðum.“

Stjórn SA virðist því telja að verkbannið sé tæki til að fá Eflingu til að hætta öllum aðgerðum og fallast á einhliða kröfur SA.

Myndin er af vef Samtaka atvinnulífisns, mynd sem samtökin telja að lýsa stemmingunni vel.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí