Verkfallsverðir Eflingar lokaðir úti

Stjórnendur Íslandshótela meina verkfallsvörðum Eflingar aðgang að Fosshótel við Bríetartún þar sem verktakar hafa gengið í störf Eflingarfólks sem er í verkfalli. Ragnar Árnason frá Samtökum atvinnulífsins er inn í húsinu með stjórnendum Íslandshótela. Fyrir utan eru verkfallsverðir Eflingar sem meinað er að sinna lögbundinni verkfallsvörslu.

„„For­svars­menn Íslands­hót­ela tóku þá ákvörðun nú eft­ir há­degi í dag að hleypa verk­falls­vörðum Efl­ing­ar ekki frek­ar inn á hót­el sín, eft­ir að verk­falls­verðir tóku að hóta starfs­mönn­um annarra stétt­ar­fé­laga sem sann­ar­lega eru ekki í verk­föll­um, sem og yf­ir­mönn­um, aðgerðum,“ stendur í tilkynningu frá Íslandshótelum.

Starfsmenn annarra verkalýðsfélaga munu vera starfsmenn verktakafyrirtækis sem tekið hefur yfir störf sem félagar í Eflingu sinntu áður. Það er klárt verkfallsbrot. Óheimilt er að ráða fólk til að sinna störfum þeirra starfsmanna sem leggja niður störf í verkfalli.

Lögreglan kom á vettvang og opnaði dyr hótelsins.

Hér má lesa mat á stöðu deiluaðila, starfsfólksins og eigenda Íslandshótela: Gætu borgað miklu hærri laun en samt grætt á tá og fingri

Og hér má lesa um reynslu starfsfólks: Lýsa Íslandshótelum sem þrælabúðum

Og hér má fræðast um stöðu eigenda: Aðaleigandi Íslandshótela hagnast um 17 milljarða á tíu árum

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí