Verkfallsverðir Eflingar lokaðir úti

Stjórnendur Íslandshótela meina verkfallsvörðum Eflingar aðgang að Fosshótel við Bríetartún þar sem verktakar hafa gengið í störf Eflingarfólks sem er í verkfalli. Ragnar Árnason frá Samtökum atvinnulífsins er inn í húsinu með stjórnendum Íslandshótela. Fyrir utan eru verkfallsverðir Eflingar sem meinað er að sinna lögbundinni verkfallsvörslu.

„„For­svars­menn Íslands­hót­ela tóku þá ákvörðun nú eft­ir há­degi í dag að hleypa verk­falls­vörðum Efl­ing­ar ekki frek­ar inn á hót­el sín, eft­ir að verk­falls­verðir tóku að hóta starfs­mönn­um annarra stétt­ar­fé­laga sem sann­ar­lega eru ekki í verk­föll­um, sem og yf­ir­mönn­um, aðgerðum,“ stendur í tilkynningu frá Íslandshótelum.

Starfsmenn annarra verkalýðsfélaga munu vera starfsmenn verktakafyrirtækis sem tekið hefur yfir störf sem félagar í Eflingu sinntu áður. Það er klárt verkfallsbrot. Óheimilt er að ráða fólk til að sinna störfum þeirra starfsmanna sem leggja niður störf í verkfalli.

Lögreglan kom á vettvang og opnaði dyr hótelsins.

Hér má lesa mat á stöðu deiluaðila, starfsfólksins og eigenda Íslandshótela: Gætu borgað miklu hærri laun en samt grætt á tá og fingri

Og hér má lesa um reynslu starfsfólks: Lýsa Íslandshótelum sem þrælabúðum

Og hér má fræðast um stöðu eigenda: Aðaleigandi Íslandshótela hagnast um 17 milljarða á tíu árum

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí