Eftir að lögreglumaður í Bretlandi var fundinn sekur um að hafa rænt, nauðgað og myrt Söruh Everad árið 2021 óskuðu yfirmenn Lundúnarlögreglunnar eftir skýrslu um stöðu lögreglunnar. Nú hefur sú skýrsla litið í dagsljósið en hún er 363 blaðsíðna löng og er áfellisdómur yfir Lundúnarlögreglunni. Vísir segir frá þessu í dag með vísan í ítarlegri grein af Guardian.
„Lundúnarlögreglan er ónýt, rúin trausti og þjáist af kerfisbundnum rasisma, kvenfyrirlitningu og fordómum gegn samkynhneigðum” segir í skýrslunni sem Louise Casey barónessa vann.
Þar má finna sögur af kynferðisbrotum sem var gert lítið úr eða jafnvel hylmt yfir. 12% kvenna innan lögreglunnar segjast hafa orðið að fyrir áreitni eða árásum á vinnustað og 30% segjast hafa upplifað mismunun sökum kyns.
Vinnustaðamenningin virðist vera eitruð og einkennast af mismunun og einelti auk vonbrigða lögreglumanna með framgöngu yfirmannanna sinna.
Einn lögreglumaður sem var múslimi fann beikon í skónum sínum síkar innan lögreglunnar hafa orðið fyrir því að skegg þeirra hafi verið skorið.
Hlutfall hvítra og litaðra endurspeglar ekki íbúa í Lundúnum en hvítir eru mun hærra hlutfall lögreglumanna en íbúa.
Skýrsluhöfundur segir vandann sem steðji að lögreglunni ógna tilvist hennar en Casey segir vandann sem steðji að Lundúnarlögreglunni bókstaflega ógna tilvist hennar og mögulega væri best að búta embættið niður.
Borgarstjórinn í London Sadiq Khan og innanríkisráðherrann Suellu Braverman hafa fagnað skýrslunni en yfirmaður lögreglunnar Sir Mark Rowley, sagðist viðurkenna hana en vildi ekki taka svo djúpt í árinni að tala um kerfisbundinn rasisma og kvenfyrirlitningu.
Í lok skýrslunnar sem er afar ítarleg kemur fram listi af tillögum til breytinga sem bæta megi stöðuna.
Skýrsluna sjálfa má finna hér: