Bætt loftgæði komi í veg fyrir alvarleg fjöldasmit

Vírusinn SARS-CoV-2 sem veldur Covid á það sameiginlegt með barnasjúkdómunum að hann smitast að mestu innandyra. Athygli fólks er því víða farin að beinast að loftgæðum innan bygginga.

Belgar munu á næstunni innleiða lög sem eiga að skikka opinbera staði eins og bari og skemmtistaði til að mæta settum stöðlum um loftgæði. Markmiðið er að staðir sem almenningur sækir geti sýnt fram á mælingar á samþjöppun súrefnis og carbon díoxíðs eða hversu miklu hreinu lofti er pumpað inn. Árið 2025 þurfa svo líkamsræktarstöðvar, veitingastaðir og allir vinnustaðir í Belgíu að sýna fram á rétta loftgæðastaðla í gegnum vottunarkerfi. Vottunin gæti skipt sköpum fyrir þessa staði og ráðið úrslitum um hvort þeir fái leyfi til að halda stöðum sínum opnum eða þurfa að loka ef nýr faraldur skellur á.
Belgísku lögin eru líklega þau djörfustu sem samþykkt hafa verið í löndum heims í kjölfar Covid-19 heimsfaraldursins og eiga þau að bæta loftræstingu innandyra og gera rými öruggara fyrir smitsjúkdómum af völdum vírusa eins og SARS-CoV-2 og inflúensu.

Fyrir um ári síðan settu Bandarísk stjórnvöld af stað áskorun um hreint loft í byggingum til að hvetja eigendur og rekstraraðila fyrirtækja til að bæta loftræstingu þeirra og loftgæði innandyra. Í október á síðasta ári samþykkti Kaliforníuríki lög sem skylda allar skóla til að veita hreinu lofti inn í skólabyggingar svo loftgæði haldist ásættanleg. Hvíta húsið tilkynnti einnig nýlega að allar alríkisbyggingar Bandaríkjanna skyldu uppfylla lágmarkskröfur um loftræstingu. Einnig tilkynnti bandaríska stofnun byggingariðnaðarins að hún myndi þróa staðla sem ættu að taka til loftgæða og sýkingarhættu í byggingum og mun þeirri vinnu ljúka fyrir júnímánuð 2023.

Á síðasta ári fengu Bresk stjórnvöld verkfræðistofur þar í landi til að vinna skýrslu um hvernig mætti gera loftgæði bygginga örugg til langframa en önnur lönd hafa einnig verið að grípa til aðgerða.

Sérfræðingar í loftgæðum innandyra segja þróunina í slíkum lausnum aldrei hafa verið meiri en hún mun verða kostnaðarsöm. Ávinningurinn er þó talinn verða meiri ef horft er á kostnaðinn sem Covid faraldurinn hefur valdið mörgum þjóðum síðustu ár.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí