Bubbi segist sáttur eftir að hann hitti ofbeldismann sinn

Bubbi Morthens lýsti í Helgi-spjalli við Rauða borðið þeim áhrifum sem kynferðisofbeldi hafði á hann sem barn og fram eftir allri ævi. Hann réð ekki við nánd og gat ekki tengst konum. Það var ekki fyrr en Bubbi hitti ofbeldismanninn í fyrra að hann varð frjáls, heill á ný. Eftir langa lífsglímu þar sem Bubbi hefur barist við allskyns andstæðinga, mest innra með sér, segist hann loks orðinn sáttur og frjáls.

Í dag eru þrjú ár síðan 9líf voru frumsýnd. Í viðtalinu lýsir Bubbi hvernig uppfærslan reyndist heilandi fyrir sig og fjölmarga aðra. Hann var reglulega skeyti frá fólki, ekki síst körlum, sem segjast í fyrsta sinn geta rætt um og tekist á við ofbeldið og áföllin sem þeir urðu fyrir sem börn.

Í viðtalinu ræðir Bubbi um ólíka Bubba í sýningunni, þá ólíku Bubba sem hann hefur verið. Fátækur Bubbi sem barn, skrifblindur og forsmáður. Bubbi með kassagítar sem loks fær einhverja viðurkenningu í skóla í Danmörku, kókaín-Bubbi, bólu-Bubbi og allir þeir Bubbar sem bærast innra með honum.

Bubbi segir frá fólkinu sínu, hverfinu, uppvextinum en hann segir líka frá jafnaðarmanninum Bubba sem þolir ekki óréttlætið í samfélaginu og þá græðgisfíkn sem hefur heltekið þær fáu fjölskyldur sem eiga í raun Ísland.

Viðtalið má sjá og heyra í spilarnum hér að ofan.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí