Klæddi mig úr fötunum, braut þau saman í snyrtilega hrúgu á brúnni og stökk út í helkalt djúpið

„Þessa nótt gat ég ekki meira, fór því fram úr rúminu og klæddi mig í fötin án þess að eiginkonan og Snúlli rumskuðu. Að því búnu gekk ég fram, ritaði stutt kveðjubréf, sem ég skyldi eftir á eldhúsborðinu, og læddist loks út úr íbúðinni,“ skrifar Steindór J. Erlingsson vísindasagnfræðingur í grein í Ritinu, tímarit Hugvísindastofnunar, um eina af fjölmörgum sjálfsvígstilraunum sínum.

„Örvæntingin var slík að ég vissi ekki fyrr en ég stóð á brúnni og eftir að hafa horft eins og dáleiddur á stríðan straum hafsins tók ég ákvörðun um að feta í fótspor ógæfumannsins í „Martröð“ Arnar Arnarsonar (1884–1942), þó ekki fyrr en ég hafði hugleitt kvæðið í skamma stund, sérstaklega annað erindið:

Svalt er í sjónum,
sefur þar enginn rótt.
krabbar með klónum
klipu mig dag og nótt.
Týndi ég höfði og hönd
í hafölduróti.
Bylgjur, sem ber að strönd,
berja mig grjóti.
Þær berja mig grjóti.

Ég lét drungalegt innihald ljóðsins ekki aftra mér, klæddi mig úr fötunum, braut þau saman í snyrtilega hrúgu á brúnni og stökk út í helkalt djúpið. Ég fann hvernig boðaföllin báru mig hratt út eftir voginum á sama tíma og ískaldar greipar hafsins reyndu að toga mig undir yfirborðið. Ægir og maðurinn með ljáinn höfðu sem betur fer ekki erindi sem erfiði því áður en kuldinn dró úr mér allan mátt skutust upp í hugann myndir af fjölskyldunni og ákvað ég þá að gefa lífinu enn eitt tækifæri. komst ég við illan leik að landi, klifraði upp grýttan og brattan bakkann og gekk skjálfandi að brúnni. Þar klæddi ég mig í fötin og rölti niðurlútur heim. Þegar þangað kom reif ég kveðjubréfið, klæddi mig úr fötunum og lagðist upp í rúmið án þess að eiginkonan rumskaði. Ég sagði henni frá at-burðinum einhverjum dögum síðar.“

Steindór hefur glímt við mikið þunglyndi allt frá því hann varð fyrir þungum áföllum þegar hann starfaði við hjálparstarf á hungursvæðum Eþíópíu. Hann segir í greininni að í því helvíti hafi hann dvalið meira og minna í rúmlega 30 ár. Hann fékk takmarkaða og oft ranga þjónustu í heilbrigðiskerfinu, sem sjaldan gagnaðist. Það var helst raflostmeðferðin sem sló á þunglyndið, en aðeins í skamma stund.

Fyrir nokkrum árum var loks byrjað að vinna með áfallið frá Eþíópíu og þau röð áfalla sem þunglyndið og læknismeðferð liðinna áratuga kallaði yfir Steindór. Hann er ekki heill, en svörtu tímabilin vara skemur. Það er meira ljós í lífi hans í dag.

Grein Steindórs í Ritinu má nálgast hér: „Þú er enn þá lifandi, þú ert enn ekki einn“

Steindór var gestur í Helgi-spjalli á Samstöðinni í morgun og ræddi þar líf sitt, áföllin, veikindi, sjálfsvígshugsanir og þrautagöngu innan heilbrigðiskerfisins en líka vonina og gjafir lífsins. Viðtalið má sjá og heyra hér:

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí