Enn stækkar Ísfélagið – nú er það laxeldi

Ísfélag Vestmannaeyja keypti tæplega 9 milljarða króna hlut í Ice Fish Farm, sem rekur umfangsmikið laxeldi á Austfjörðum. Fyrir skömmu keypti Ísfélagið útgerðarfélagið Ramma á Siglufirði. Þessi kaup sína styrk stórútgerðarinnar, sem hefur sjaldan ef nokkurn tímann verið rekin með öðrum eins hagnaði á undanförnum misserum.

Ísfélagið er í meirihlutaeigu Guðbjargar M. Matthíasdóttur, ekkju Sigurðar sonar Einars Sigurðssonar sem kallaður var ríki. Einar hóf útgerð í Eyjum en flutti síðan til Reykjavíkur og var með rekstur víða um land. Ísfélagið byggir því á auð sem varð til í útgerð á síðustu öld en fjárhagslegur styrkur þess hefur vaxið og margfaldast innan kvótakerfisins.

Guðbjörg er stærsti eigandi Morgunblaðsins, sem kalla má málgagn stórútgerðarinnar. Yfirlýst markmið Guðbjargar og útgerðarinnar með kaupunum á blaðinu var að berjast gegn breytingum á kvótakerfinu, inngöngu í Evrópusambandið og upptöku evru. Til þeirra verka réðu útgerðarmennirnir Davíð Oddsson sem ritstjóra, fyrrum formann Sjálfstæðisflokksins.

Guðbjörg, fjárfestingarfélag Ísfélagsins og eignarhaldsfélag hennar Fram hafa fjárfest í fjölda fyrirtækja öðrum. Hún seldi t.d. hlut sinn í Glitni örskömmu fyrir Hrun og bjargaði sér þá frá gríðarmiklu tapi, tapi sem lenti á öðrum. Hún hefur líka fjárfest í heildsölunni Íslensk-Ameríska, kexverksmiðjunni Frón, niðursuðuverksmiðjunni Ora, prentsmiðjunni Odda, einkasjúkrahúsinu Klíníkinni og fjölda annarra fyrirsækja. Þetta er allt óskráð félög en Guðbjörg hefur einnig átt hluti í skráðum félögum, t.d. Arion-banka og Símanum, en þau félög hafa rekið ákafa eigendastefnu sem snýst um að moka sem mest af eignum félaga til hluthafa.

Eins og Samherja-samsteypan er Ísfélagið meðal allra stærstu og ríkustu fjárfesta á Íslandi. Eigið fé Fram, eignarhaldsfélags Guðbjargar, var um þar síðustu áramót um 24 milljarðar króna. Ríkidæmi Guðbjargar er mun meira en þetta þar sem kvótinn sem hún á í Ísfélaginu er ekki skráður til eignar á raunvirði og sama má segja um eignarhlut hennar í öðrum félögum. Og Guðbjörg hefur líka greitt sér út mikinn arð úr Fram, auð sem ekki er geymdur annars staðar.

Guðbjörg M. Matthíasdóttir er á innfelldu myndinni.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí