Erlendir ríkisborgarar 2/3 af fjölgun starfandi á Íslandi

Starfandi fólk var 9.771 fleiri í janúar í ár en í sama mánuði árið á undan. Þá hafði starfandi fjölgað um 16.433 frá janúar 2021. Starfandi hefur því fjölgað um rúm 26 þúsund manns frá afléttingu sóttvarnaraðgerða. Af þessari fjölgun eru 54% erlendir ríkisborgarar.

Erlendir ríkisborgarar voru 21,3% starfandi í janúar síðastliðnum. Hlutfallið var 18,9% árið á undan og 16,5% fyrir tveimur árum. Hlutfall erlendra ríkisborgara vex því hratt og flest bendir til að það muni halda áfram að vaxa á næstu misserum. Það er helst fjármálakreppa um allan heim sem gæti dregið úr þessum vexti.

Ef við förum aftar í tímann þá hefur starfandi fjölgað um 54.486 frá janúar 2005. Af þeim eru rúmlega þriðjungur íslenskir ríkisborgarar en tæplega 2/3 erlendir ríkisborgarar.

Lang flest af erlendu verkafólki er með lögheimili á Íslandi. Í janúar var aðeins 3,6% þeirra með lögheimili erlendis, það er fólk sem líta má á sem farandverkafólk. Þetta hlutfall fór hæst í 15% fyrir Hrun en það hefur dregið mjög úr því frá þeim tíma. Flest fólk sem hér vinnur hefur hér lögheimili, borgar hér skatta og er hluti samfélagsins.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí