Félagsdómur hafnaði kröfu Alþýðusambands Íslands um að atkvæðagreiðsla Samtaka Atvinnulífsins um verkbann á félagsmenn Eflingar yrði dæmd ólögmæt. Félagsdómur kvað upp dóm sinn í málinu nú síðdegis.
ASÍ fór með málið fyrir félagsdóm fyrir hönd Eflingar. Sambandið leit svo á að SA hefði ekki farið að lögum með því að láta öll fyrirtæki innan samtakanna greiða atvkvæði, óháð því hvort Eflingarfólk væri á launaskrá. Félagsdómur var, líkt og fyrr segir, ósammála þeirri túlkun.
ASÍ vísaði til þess að SA geti ekki boðað til verkbanns þar sem hann hafi ekki komið kröfum vegna viðræðna aðila á framfæri með formlegum hætti, en það sé forsenda verkbanns. Einnig hafi ekki verið tilgreint hvort boðað verkbann ætti að hefjast á hádegi eða miðnætti.