Félagsdómur dæmdi SA í vil

Félagsdómur hafnaði kröfu Alþýðusambands Íslands um að atkvæðagreiðsla Samtaka Atvinnulífsins um verkbann á félagsmenn Eflingar yrði dæmd ólögmæt. Félagsdómur kvað upp dóm sinn í málinu nú síðdegis.

ASÍ fór með málið fyrir félagsdóm fyrir hönd Eflingar. Sambandið leit svo á að SA hefði ekki farið að lögum með því að láta öll fyrirtæki innan samtakanna greiða atvkvæði, óháð því hvort Eflingarfólk væri á launaskrá. Félagsdómur var, líkt og fyrr segir, ósammála þeirri túlkun. 

ASÍ vísaði til þess að SA geti ekki boðað til verkbanns þar sem hann hafi ekki komið kröfum vegna viðræðna aðila á framfæri með formlegum hætti, en það sé forsenda verkbanns. Einnig hafi ekki verið tilgreint hvort boðað verkbann ætti að hefjast á hádegi eða miðnætti.

Hér má lesa dóm Félagsdóms í heild sinni.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí