Feminískar fréttir: Nándarhryðjuverk, eitranir, Noregur, umhverfiskvíði

Nándarhryðjuverk
Sigríður Halldórsdóttir prófessor við Háskólann á Akureyri segir í viðtali á Speglinum á RUV í síðustu viku að allt of margar konur hér á landi verði fyrir svokölluðu nándarhryðjuverkum í samböndum. Nándarhryðjuverk er skilgreining fræðifólks á ofbeldisverkum þar sem maki eða einhver nákominn beitir lífshættulegu ofbeldi.

Sigríður birti á dögunum eigindlega rannsókn sína um nándarhryðjuverk en hún segir gríðarlega þöggun vera til staðar þegar kemur að ofbeldi í nánum samböndum. það sé ekki skömmin sem hamli því konur sem verði fyrir slíku segi frá heldur séu þær komnar á „survival mode” og þegji til að halda lífi.

Hún hafði sett saman þverfaglegan norrænan rannsóknarhóp sem hugðist rannsaka þjáningar kvenna vegna brjóstakrabbameins en þrjár af þeim konum sem hún ræddi við í gegnum þá rannsókn sögðu henni aða brjóstakrabbameinið hafi ekki verið þeirra mesta kvöl. Í kjölfarið sögðu þær henni ofbeldissöguna sína. Rannsóknin hennar tók þá u-beygju en Sigríður auglýsti eftir viðmælendum og tók djúpviðtöl við 9 konur. Hún ræddi raunar við fleiri konur en rannsóknin gengur út frá þessum 9. Þessar konur höfðu aldrei áður rætt við nokkurn mann um ofbeldið og segir Sigríður eina þeirra hafa sagt það vera eins og maður hafi svarið eið um að segja aldrei frá. Flestir fara með nándarhryðjuverk í gröfina. Ástæðuna fyrir því að konur segi ekki frá sé ekki skömm heldur fari þær á svokallað “survival mode” Þær ætla ða lifa af. Það verður einhver innri ákvörðun um að segja ekki frá því þær ger sér grein fyrir að hann geti drepið þær.

Allar konurnar sem Sigríður talað við upplifðu sig í gini dauðans. Önnur kona sagðist aldrei hefði trúað því að einhver gæti þaggað svona niður í sér. Allar höfðu þær upplifað nauðgun í samböndunum og allar höfðu verið teknar kverkataki. Sigríður kortlagt hvernig ofbeldið ágerðist en fyrsti fasinn „innilokunaarstigið” er byrjunarstigið. Mennirnir er þá jafnan mjög uppteknir af konunni og þær fá fókuseraða athygli en einangra konuna. svo kemur „þöggunarstigið” og þá fer makinn að ætlast til hlýðni. Þær telja sig þá oftast geta látið sig hafa þetta. Þetta endi svo í svokölluðu „dauðastigi” en þá slokknar á tilfinningum þeirra og þær verða einhvern veginn lifandi dauðar. Þetta sé jafnframt hættulegasta stigið og í kjölfarið fara þær oftast einnig að glíma við langvinn veikindi sem oft er afleiðing langvinnrar andlegrar streitu. „Batastigið” er síðasti fasinn ef þær finna leiðina út. Þá fari konur að leggja rækt við sjálfa sig og finna sinn innri styrk.

Sigríður segir rannsóknina eiga erindi við almenning en hún verður kynnt heilbrigðisstarfsfólki til að byrja með. Hún segir heilbrigðisstarfsfólk verða að vera með verkferla á hreinu til að bregðast við og ná að greina ofbeldis. Þá telur hún heimilislækna geta gert margt en þeir þurfa að vera miklu fleiri og geta gefið sér mikið lengdi tíma með fólki svo það myndist traust. Hún vonar að næsta MeeToo bylgja verði vakning um ofbeldi í nánum samböndum.

Eitrað fyrir skólastúlkum í íran
Hundruð skólastúlkna í nokkrum borgum í Íran hafa veikst á dularfullan hátt á síðustu þremur mánuðum en nú hafa yfirvöld staðfest að um eitranir sé að ræða. Í  lok nóvember hófst hrinan veikinda í borginni Qom suður af Teheran þegar 50 skólastúlkur veiktust skyndilega með þeim afleiðingum að flytja þurfti þær á sjúkrahús. Flestar jöfnuðu sig nokkuð hratt en nokkrar þurftu að dvelja nokkra daga á spítala.

Svipaðar eitranir hafa síðan átt sér stað í nokkrum öðrum skólum í Qom, Teheran, borginni Borujerd í vesturhluta Lorestan-héraðsins og í borginni Ardebi í norðvesturhlutanum.

Fjöldi skólastúlkna hefur orðið fyrir áhrifum í hverju atviki og sumar jafnvel lamast tímabundið og ein mögulega látist. Skólastúlkur í allt að 15 borgum hafa orðið fyrir eitrunum en ekki liggja fyrir staðfestar tölur um hversu margir nemendur hafa veikst, þó talið sé að atvikin hlaupi á hundruðum.

Lengi vel gerðu yfirvöld lítið úr atvikunum eða neituðuð þeim en aðstoðarheilbrigðisráðherra, Younes Panahi, varð í síðustu viku fyrsti embættismaðurinn til að staðfesta að eitranir hafi átt sér stað og þær væru gerðar vísvitandi til að koma í veg fyrri að stúlkur færi í skólann.

Tvær meginkenningar eru uppi um eitranirnar en önnur gengur út á að ríkið beri ábyrgð á árásunum og sé að „hefna sín“ á skólastúlkum sem hafa dreift myndum og myndböndum af margra mánaða mótmælum í kjölfar þess að Masha Amini lést í haldi siðgæðislögreglunnar. Hin kenningin gengur út á að atburðirnir séu hliðstæðar við árásir talibana árið 2000 og 2010 til að reyna að koma í veg fyrir að stúlkur hljóti menntun. Talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins hvatti Íran á miðvikudaginn til að rannsaka eitrunartilvik í skólum en Íranir hafa þegar sett í gang rannsóknarnefnd. Ítrekaðar eitranir hafa orðið til þess að sumir foreldrar hafa tekið börn sín úr skóla sem aftur þjónar kannski markmiðum árásarmannanna.

Ofbeldis- og kynferðisbrotamálum fjölgar í Noregi
Nýleg könnun þar sem fimm þúsund Norðmenn eru spurðir hvort þeir hefðu verið beittir ofbeldi, misnotkun eða nauðgun var niðurstaðan að ein af hverjum tíu konum verður fyrir alvarlegu ofbeldi af hálfu maka eða fyrrverandi maka. Þá greindu tvöfalt fleiri konur undir 29 ára aldri frá því að hafa orðið fyrir nauðgun miðað við sambærilega rannsókn sem gerð var fyrir tíu árum en hlutfallið hefur aukist í öllum aldurshópum. Ein af hverjum tíu leitiðu sér hjálpar innan heilbrigðiskerfisins í kjölfar nauðgunarinnar. Gerendur voru sakfelldir í 4% tilvika samkvæmt þolendunum.

Læknar í Noregi benda á að hækkandi tíðni kynferðisbrota síðasta áratuginn sé merki um að þetta sé risastórt lýðheilsumál. Heilbrigðisráðherra tekur í sama streng og segir einnig að taka verði á þessu með því að auka samvinnu milli deilda innan kerfisins.

Umhverfiskvíði
Algengara er að konur og börn finni fyrir umhverfiskvíða en karlar en umhverfiskvíði hefur minkað meðal íslendinga frá því fyrir þremur árum. Þá má finna mun á milli kjósenda ólíkra flokka. Í nýlegri könnun Gallup kom í ljós að Enginn þeirra sem kysi Miðflokkinn sagðist haldinn miklum loftslagskvíða á meðan helmingur kjósenda Pírata sagðist kvíðinn. 36% Sósíalista sögðust finna fyrir loftslagskvíða og 27% Vinstri Grænna

Rúmur helmingur landsmanna er kvíðinn vegna loftslagsbreytinga og mögulegar afleiðingar þeirra á fjölskyldur þeirra, og 74 prósent landsmanna hafa nokkrar eða miklar áhyggjur af hlýnun jarðar.

Heildarúrtak könnunar Gallups var 1.695 manns og þátttökuhlutfall var 50,7%.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí