Greiðslubyrði stekkur úr 151 þús. kr. í 305 þús. kr.

Kári Friðriksson, hagfræðingur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, telur að nýjasta vaxtahækkun Seðlabankans muni hafa þær afleiðingar að greiðslubyrði af 40 m.kr. láni hafi meiri en tvöfaldast frá því Seðlabankinn fór að hækka vexti fyrir tæpum tveimur árum, hækkað úr 151 þús. kr. í 305 þús. kr.

Kári reiknaði þetta fyrir Moggann, bætti nýjustu hækkun Seðlabankans við fyrri útreikninga sína. Hann gerir ráð fyrir að bankarnir velti vaxtahækkuninni strax yfir á skuldara. Og ekki af ástæðulausu. Arion tilkynnti vaxtahækkun strax í gær og aðrir bankar munu fylgja á eftir. Reglan hefur verið sú að viðskiptabankarnir hækka vexti sína á almenning í takt við hækkanir Seðlabankans. Þetta er ekki reglan í öðrum löndum. Á Norðurlöndum hefur aðeins um 1/3 til 1/2 af stýrivaxtahækkunum seðlabanka lekið út í íbúðalánin.

Vaxtahækkunin hefur líka áhrif á greiðslubyrði verðtryggðra lána. Kári metur að greiðslubyrði af 40 m.kr. verðtryggðu láni hafi hækkað á þessum tæpu tveimur árum úr 128.700 kr. á mánuði í 157.600 kr. eða um tæplega 29 þús. kr.

Vaxtahækkunin hefur því skert kaupmátt húskaupenda mikið.

Tökum einfalt dæmi. Par sem var með laun á mörkum neðsta fjórðungs skrifstofufólks á árinu 2021 voru samtals með 1.061 þús. kr. í laun og rétt tæplega 779 þús. kr. útborgaðar og 628 þús. kr. þegar búið var að borga af húsnæðisláninu sem Kári tók dæmi af.

Síðan hafa launin hækkað um 15,4%. Parið er með 1.224 þús. kr. í laun og tæplega 902 þús. kr. útborgaðar. Þau eiga þá 597 þús. kr. eftir þegar þau hafa borgað af láninu sem Kári tók dæmi af. Verðlag án húsnæðis hefur hins vegar hækkað um 12,3% á þessum tíma og ráðstöfunarfé fólksins er verðminna sem því nemur. Á núvirði hefur ráðstöfunarfé eftir húsnæði lækkað úr 705 þús. kr. í 597 þús. kr. 108 þús. kr. eru horfnar, 15,3% af því sem fólkið hafði til ráðstöfunar hefur gufað upp vegna verðbólgu og vaxta. Á aðeins tæplega tveimur árum.

Það er í engum takti við fullyrðingar Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um að kaupmáttur heimilanna hafi aldrei verið meiri.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí