Sólveig Anna ætlar að greiða atkvæði með miðlunartillögunni

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segist ætla að kynna miðlunartillögu Ástráðs Haraldssonar setts ríkissáttasemjara fyrir félagsmönnum Eflingar en hvorki mæla með henni né gegn. En hvað ætlar hún að gera með sitt atkvæði, hún er auðvitað félagsmaður í Eflingu? Sólveig Anna segist ætla að samþykkja tillöguna.

Það kom fram í viðtali við Sólveigu Önnu við Rauða borðið að þetta var ekki auðveld ákvörðun. Miðlunartillagan felur ekki í sér þann árangur sem Sólveig Anna eða samninganefndin hefði viljað sjá. En í tillögunni og í samkomulagi sem gert var samhliða henni eru samt hækkanir til þeirra hópa sem fóru í verkfall, bílstjóra og hótelþerna. Sólveig Anna segist ætla að greiða atkvæði með þeim hækkunum.

Í viðtalinu kom líka fram hversu annarlegt ástand tæki við ef miðlunartillagan verður felld. Þá tekur við verkbann Samtaka atvinnulífsins. Og þá á eftir að semja til aðeins fimmtán mánaða, sem fjórir mánuðir eru þegar liðnir af. SA sætti sig við afturvirkni til Eflingarfélaga í miðlunartillögunni en myndi líklega ekki gera það ef hún yrði felld. Þá þyrfti Eflingarfólk að fá þess meiri launahækkanir við samningaborðið eða í gerðardómi. Það er í raun erfitt að sjá fyrir sér einhverja lausn ef miðlunartillagan verður felld.

Sólveig Anna fór yfir árangurinn af aðgerðum Eflingar í viðtalinu, ekki síst uppbyggingu hinnar stóru samninganefndar sem væri nú komin með meiri reynslu af samningum, verkföllum og aðgerðum en flest fólk í verkalýðshreyfingunni. Verkföll eru gott tæki til félagsuppbyggingar verkalýðsfélaga og örvar virkni almennra félagsmanna. Það er mikilvægur árangur af kjaradeilu vetrarins.

Fram undan er önnur samningalota og þar verður Efling á sama róli og önnur félög í Alþýðusambandinu. Mun Efling fara í samflot með þeim, með Starfsgreinasambandinu?

Sólveig Anna sagðist ekki geta spáð fyrir um það. Hún hefði ekki orðið var við mikinn vilja forystu Starfsgreinasambandsins til að vera í samfloti með Eflingu. Og hún taldi sig ekki þurfa að hafa neitt frumkvæði að því að breyta því. Hún sagðist hins vegar fylgjast með formannskjöri í VR af áhuga, þar væri Ragnar Þór Ingólfsson að sækjast eftir endurkjöri og sýndi þar alla sína styrkleika, ekki síst í umræðuna um húsnæðismál.

Og þau mál verða hluti næstu samninga. Það er í raun ekki hægt að semja um bætt kjör lágtekjufólks án þess að semja á sama tíma og stórfelld húsnæðisuppbyggingu. Til að ná árangri í því þarf verkalýðshreyfingin að mæta sterk til samninga.

Sólveig Anna fór víðar í viðtalinu, en það má sjá það og heyra í spilarnum hér að ofan.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí