Þingmenn Pírata beittu sér vegna eftirlitsmyndavéla

Píratar í borginni hyggjast endurskoða samþykki fyrir auknu myndavélaeftirliti. Mikilvægt að setja málið í samhengi við frumvarp um forvirkar rannsóknarheimildir segir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.

„Það sem vakti athygli okkar á þingi voru útskýringar lögreglu,“ segir Björn Leví á pírataspjallinu á Facebook undir umræðu sem skapast hefur í kringum aukið myndavélaeftirlit í miðborg Reykjavíkur. Samkvæmt Birni Leví virðist sem svo að fulltrúar í þingflokki pírata hafi sent ábendingu á fulltrúa sína í borgarráði vegna málsins.

Samstöðin greindi frá því að Píratar myndu endurskoða afstöðu sína vegna misskilnings í borgarráði.

Lesa má orð Björns Levís með því að smella á myndina hér fyrir neðan.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí