Ásthildur Lóa trúir ekki Ásgeiri seðlabankastjóra

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og þingmaður Flokks fólksins, segist  í pistli sem hún birtir á Facebook að hún efist um að Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sé að segja satt. Fyrr í dag sagði Ásgeir að samtal hefði átt sér stað á milli Seðlabankans og stjórnenda viðskiptabankanna, um að koma til móts við almenning vegna hækkandi greiðslubyrði.

„Þannig ég get alveg upplýst um það, að það hefur átt sér stað samtal við bankana um að þeir verði viðbúnir að bregðast við,“ hefur RÚV eftir Ásgeiri. Ásthildur telur að þetta sé óskhyggja hjá Ásgeiri og segist hún ætla að kalla eftir fundagerðum, sem sanni þetta, á fundi Efnahags- og viðskiptanefndar í næstu viku.

Hér fyrir neðan má lesa pistil Ásthildar í heild sinni.  

Þunn svör um alvarlegt mál       

Seðlabankastjóri treystir á „samfélagslega ábyrgð bankanna“.

Aðspurður sagði hann að „rætt hefði verið við bankanna“ en ekkert virðist samt vera til um þær viðræður, auk þess sem hann tók sérstaklega fram að seðlabankinn hefði ekkert vald yfir aðgerðum bankanna.

Ég leyfi mér að efast um að „formlegar viðræður“ hafi átt sér stað á milli ríkisstjórnar/Seðlabanka og bankanna.

Ég fann ekkert haldbært um það í svörum Seðlabankastjóra og held að þetta sé meira e.k. óskhyggja um eitthvað sem aldrei hefur átt sér stað áður en eitthvað sem treysta má á.

EF svona viðræður hafa átt sér stað hljóta að vera til fundargerðir og gögn um það, sem ég mun kalla eftir á fundi Efnahags- og viðskiptanefndar í næstu viku.

Eftir stendur að heimilin verða enn og aftur ofurseld miskunn bankanna.

Hvorki ríkisstjórnin né Seðlabankinn ætla að taka neina ábyrgð á afleiðingum eigin aðgerða gagnvart heimilum landsins.

———————————-

Hér fyrir neðan eru skrifaðar spurningarnarnar sem ég bar fram í fyrra skiptið í þessari umræðu.

Linkur á fréttina á RÚV er í fyrsta kommenti og linkur á fund nefndarinnar í næsta kommenti þar á eftir.

———————————–

Umræddar spurningar:

Á nýafstöðnum ársfundi Seðlabanka Íslands beindi seðlabankastjóri þeim tilmælum til stjórnenda bankanna að í núverandi ástandi yrðu þeir að sýna ábyrgð og hjálpa þeim viðskiptavinum þeirra sem standa nú frammi fyrir stórfelldum vaxtahækkunum.

Og í sérstakri umræðu um húsnæðismál í fyrradag var greinilegt að Innviðaráðherra gengur út frá því að bankarnir muni sjá til þess að engin missi heimili sitt.

Hvorki Seðlabankinn, Innviðaráðherra né aðrir hafa þó útskýrt hvernig bankarnir eiga að gera þetta.

Ég vil því spyrja aðeins út í þetta: Hvernig eiga bankarnir að hjálpa viðskiptavinum sínum sem þurfa að standa undir stórhækkaðri greiðslubyrði af húsnæðislánum sínum? Hvað er ætlast til að þeir geri til að tryggja að enginn þurfi að missa heimili sitt í þessu ástandi og hvernig verður því fylgt eftir? Hefur eitthvað samtal átt sér stað við banka og aðrar lánastofnanir um þetta og ef svo er getum við þá fengið að vita hvað hefur komið út úr því samtali?

Og að lokum, takið þið tillit til áhrifa vaxtahækkana á greiðslugetu og ráðstöfunartekjur heimilanna þegar þið takið ákvarðanir um vexti?

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí