Þið njótið ekki trausts almennings, farið heim

Samfélagið 30. apr 2023

Opinn borgarafundur um ástandið í samfélaginu sem haldinn var í Breiðfirðingabúð laugardaginn 29. apríl hvetur ríkisstjórnina til að segja af sér og almenning til að rísa upp.

Ályktunin var í tveimur köflum, annars vegar gegn ríkisstjórn og hins vegar hvatning til almennings til þátttöku í samfélaginu.

BURT MEÐ VANHÆFA RÍKISSTJÓRN

Ríkisstjórnin á að segja af sér og boða til kosninga ef hún hefur hvorki getu né hugmyndir til að mæta vaxandi lífskjarakreppu sem grefur undan lífi lágtekjufólks og þrýstir æ stærri hóp almennings niður í fátækt og bjargarleysi. Ríkisstjórn sem skynjar ekki vandann, skilur hann ekki eða er sama um hann á að láta af völdum, strax. Ríkisstjórn sem vinnur gegn hagsmunum þeirra sem standa veikast í samfélaginu en þjónar hinum ríku og best settu er siðlaus, spillt og skaðleg. Hættið að valda skaða. Hættið að níðast á bjargarlausu fólki, hættið að berja á þeim sem geta illa varið sig. Skammist ykkar. Þið njótið ekki trausts almennings. Farið heim. 

ALMENNINGUR ÞARF AÐ SÆKJA OG NOTA VALD SITT

Þegar stjórnvöld bregðast hlutverki sínu verður almenningur að rísa upp og hrekja þau frá völdum. Þegar stefna ríkisvaldsins grefur undan fjölskyldum en hyglir fjármagni þá verður almenningur að rísa upp og breyta stefnunni.

Fundurinn hvetur alla til að láta í sér heyra, taka þátt í mótmælum og andstöðu gegn stjórnarstefnunni og fylkjast til starfa í sínum verkalýðsfélögum og almannasamtökum. 

Þegar almenningur sefur þá aukast völd auðvaldsins. Þegar almenningur vaknar þá missir auðvaldið völd sín. Og það er forsenda réttlátra samfélagsbreytinga.

Rísum upp og sækjum vald okkar til að byggja upp réttlátt samfélag. Eflum baráttutæki okkar og notum þau. Samfélagið er okkar. Fyrir okkur. Ekkert samfélag er sterkara en þau sem eru veikust. Samfélag sem ver ekki hin veikustu er veikt samfélag, vont samfélag.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí