Yfirgnæfandi meirihluti samþykkir verkfallsboðun

Verkalýðsmál 29. apr 2023

Yfirgnæfandi meirihluti félaga í fjórum aðildarfélögum BSRB, í Kópavogi, Garðabæ, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi, samþykkti boðun verkfalls í atkvæðagreiðslu sem lauk nú á hádegi. Fyrstu verkfallsaðgerðir munu hefjast mánudaginn 15. maí, náist samningar ekki fyrir þann tíma.

Í Kópavogi samþykktu 91,83% verkfallsboðun.
Í Garðabæ samþykktu 97,26% verkfallsboðun.
Á Seltjarnanesi samþykktu 100% verkfallsboðun.
Í Mosfellsbæ samþykktu 96,83% verkfallsboðun.

Þátttaka var mjög góð í öllum sveitarfélögum eða frá 66% og upp í 86%.

„Af þessum niðurstöðum að dæma er ljóst að fólkinu okkar er misboðið og það muni ekki sætta sig við þá mismunun sem að Samband íslenskra sveitarfélaga býður upp á,“ sagði Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB um niðurstöður atkvæðagreiðslunnar.

Atkvæðagreiðslur um verkfall hófust í sex sveitarfélögum til viðbótar á hádegi í gær og lýkur á hádegi næsta fimmtudag. Ef öll félögin kjósa með verkfallsboðun munu verkfallsaðgerðirnar ná til tíu sveitarfélaga þar sem um fimmtán hundruð starfsmenn í leik- og grunnskólum, frístundarmiðstöðvum, mötuneytum og höfnum munu leggja niður störf þar til réttlát niðurstaða fæst.

Hvenær verða verkföllin?

Starfsfólk Kópavogs, Mosfellsbæjar, Garðabæjar og Seltjarnarness mun hefja verkfallsaðgerðir 15. og 16. maí. Starfsfólk Hafnafjarðar, Ölfus, Reykjanesbæjar, Árborgar, Hveragerðis og Vestmanneyja mun bætast í hópinn í vikunni á eftir, fari atkvæðagreiðslur á þann veg, og eru verkföll fyrirhuguð 22., 23., 24. 25. og 26. maí, 5,. 6., 7., 8., og 9. Júní í þessum tíu sveitarfélögum. Náist ekki að semja fyrir þann tíma verða frekari atkvæðagreiðslur boðaðar hjá félögunum og þá verða jafnvel fleiri hópar undir.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí