Framhaldsskólakennarar og nemendur í uppnámi vegna fýsileikakönnunar

Skólastarf í nokkrum framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu er í uppnámi vegna svokallaðrar fýsileikakönnunar en þar er m.a skoðaður hagræðingavinkill þess að sameina Flensborgarskóla og Tækniskólann sem og Menntaskólann við Sund og Kvennaskólann.

Kennarafélag Flensborgarskólans ásamt örðu starfsfólk skólans sendu frá sér ályktun varðandi málið í gær en þar er hugmyndinni um sameiningu Flensborgarskóla og Tækniskólans mótmælt.

Formaður kennarafélags Flensborgar Anný Gréta Þorgeirsdóttir, segir í viðtali við Vísi að starfsfólk óttast að ekkert samráð verði haft við það og búið sé þegar að taka ákvörðunina. Anný segir starfsfólkið uggandi og að þar sem þetta sé spurning um fjárhagslega hagræðingu þá óttist fólk uppsagnir. Þá snýr gagnrýni þeirra einnig að tímarammanum en málið á að vinnast mjög hratt og það svona í lok skólaársins. Þeim finnst það undarleg tímasetning „Það er verið að taka mjög stóra ákvörðun um framtíð skólans og þetta á að vinnast mjög hratt. manni finnst kannski ekki alveg vandað nógu vel til verka,“ segir hún.

Hugmyndir um sameiningu Kvennaskólans og Menntaskólans við Sund mælast heldur ekki vel fyrir hjá mörgum núverandi nemendum og kennurum heldur einnig fyrrum nemendum Kvennaskólans sem þykir sameining dæmi um vanvirðingu við sögu skólans enda eigi skólinn merkilegan sess í kvenréttindabaráttu Íslendinga. Krákan, kennarafélag Kvennó, hefur einnig mótmælt þeirri aðför að farsæld barna sem felist í áformunum og benda á að fyrirhugað húsnæði ísem sameina ætti Menntaskólann við Sund og Kvennó í í Stakkahlíð sé ekki boðlegt en því það sé illa farið vegna leka og myglu. Það tákni miklar framkvæmdir til að gera það kennsluhæft og þar með útgjöld og því óljóst hver hagræðingin yrði í raun.

Sameiningaráform ráðherra ná yfir átta framhaldsskóla í heildina og er fólki ekki alveg ljóst hvers vegna sumir skólar eru taldir til umfram aðra. Til dæmis hvers vegna Kvennó en ekki MR?

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí