Hagspá Arion banka „eflaust röng“ segir höfundurinn

Konráð S. Guðjónsson, fyrrverandi málpípa Viðskiptaráðs, er helst þekktur fyrir að boða kapítalisma, oft við litlar undirtektir, á Twitter. Sumir muna eftir honum sem efnahagsráðgjafi Samtaka atvinnulífsins á meðan síðustu kjarasamningaviðræðum stóð, en Konráð tók jafnframt sæti í samninganefnd samtakanna.

Síðastliðinn mars gekk Konráð til liðs við Arion banka en í kjölfarið kom bankinn á fót nýrri greiningardeild, Arion greiningu. Þessi nýstofnaða deild gaf svo út greingu í dag.

Konráð er óvenju hreinskilinn á Twitter og segir þessa greiningu vafalaust bull og þvælu, líkt og flestar hagspár. Þar skrifar Konráð: „Ný hagspá Arion greiningar er komin í loftið! Hún verður eflaust röng eins og aðrar spár, en vonandi kemur hún að einhverju gagni.“

En hvað segir í þessari spá, sem mun líklega ekki rætast? „Mikil fólksfjölgun, hraðari uppsveifla ferðaþjónustunnar en gert var ráð fyrir í síðustu spá og öflug fjárfesting, studd af lágum raunvöxtum síðustu misseri, leiðir að okkar mati til 5,1% hagvaxtar í ár,“ segir meðal annars í greiningu bankans.

Svo telja spámenn í Arion banka að verðbólgan sé stórt vandamál. „Efnahagslífið glímir við um þessar mundir er tæp 10% verðbólga sem hefur ítrekað reynst þrálátari en áður var talið,“  segir í spánni.

Konráð gerir svo ráð fyrir að verðbólgan hjaðni í kjölfar frekari vaxtahækkana.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí