Konráð S. Guðjónsson, fyrrverandi málpípa Viðskiptaráðs, er helst þekktur fyrir að boða kapítalisma, oft við litlar undirtektir, á Twitter. Sumir muna eftir honum sem efnahagsráðgjafi Samtaka atvinnulífsins á meðan síðustu kjarasamningaviðræðum stóð, en Konráð tók jafnframt sæti í samninganefnd samtakanna.
Síðastliðinn mars gekk Konráð til liðs við Arion banka en í kjölfarið kom bankinn á fót nýrri greiningardeild, Arion greiningu. Þessi nýstofnaða deild gaf svo út greingu í dag.
Konráð er óvenju hreinskilinn á Twitter og segir þessa greiningu vafalaust bull og þvælu, líkt og flestar hagspár. Þar skrifar Konráð: „Ný hagspá Arion greiningar er komin í loftið! Hún verður eflaust röng eins og aðrar spár, en vonandi kemur hún að einhverju gagni.“
En hvað segir í þessari spá, sem mun líklega ekki rætast? „Mikil fólksfjölgun, hraðari uppsveifla ferðaþjónustunnar en gert var ráð fyrir í síðustu spá og öflug fjárfesting, studd af lágum raunvöxtum síðustu misseri, leiðir að okkar mati til 5,1% hagvaxtar í ár,“ segir meðal annars í greiningu bankans.
Svo telja spámenn í Arion banka að verðbólgan sé stórt vandamál. „Efnahagslífið glímir við um þessar mundir er tæp 10% verðbólga sem hefur ítrekað reynst þrálátari en áður var talið,“ segir í spánni.
Konráð gerir svo ráð fyrir að verðbólgan hjaðni í kjölfar frekari vaxtahækkana.