Heimildin með eilítið meiri lestur en Stundin

Samkvæmt mælingu Gallup lásu 12,6% landsmanna Heimildina í apríl. Það er eilítið fleiri en lásu Stundina í desember, en þá mældist lestur allra 9,8%. Lestur Stundarinnar var lengst af í kringum 10%. Til samanburðar hefur lestur Bændablaðsins mælst um 25%, Viðskiptablaðsins um 5-6% og lestur Moggans um 17-19%.

Það er ekki gott að bera saman lestur dagblaða og blaða sem koma sjaldnar út. Á meðan fólk er spurt um sama eintakið af Bændablaðinu og Heimildinni er spurt um ný og ný tölublöð af Mogga. Ef spurt væri með sama hætti myndi lestur á Heimildinni og Bændablaðinu mælast minni. Eða Moggans meiri.

Ef við skoðum fólk undir fimmtugu þá lesa um 8% Heimildina, um 15% Bændablaðið, um 9% Moggann og um 5% Viðskiptablaðið. Aftur þarf að hafa í huga að spurt er með mismunandi hætti.

Lestur á vef Heimildarinnar er ekki að aukast. Hann var fyrst mældur í febrúar og voru þá vikulegir lesendur um 15 þúsund en í síðustu mælingu voru þeir nær 14 þúsund. Til samanburðar eru lesendur á vef Ríkisútvarpsins um 90-100 þúsund, svipað og var á vef Fréttablaðsins áður en honum var lokað. Vikulegir gestir á vef DV eru um 120 þúsund og vikulegir notendur á Vísi og mbl.is eru um 200-220 þúsund.

Á þennan mælikvarða er Heimildin á vefnum um 7% af því sem Vísir og mbl.is eru, um 12% af DV og um 16% af vef Ríkisútvarpsins.

Staða Heimildarinnar er samkvæmt þessu hlutfallslega sterkari á veikum prentmarkaði en á vaxandi netmarkaði.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí