„Heldur bankastjórinn, Lilja Björk Einarsdóttir, að landsmenn séu fífl?“

Ásta Lóa Þórsdóttir, þingkona og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna , segist í pistli sem hún birtir á Facebokk ekki eiga orð yfir ósvífni Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans. Ásta Lóa vísar í frétt á mbl þar sem greint er frá því að hagnaður bankans hafi meira en tvöfaldast fyrstu þrjá mánuði ársins samanborið við sama tíma í fyrra. Landsbankinn hefur hagnast um 7,8 milljarða í ár, samanborið við 3,2 milljarða í fyrra. Lilja Björk þennan hagnað „öflugum rekstri“ að þakka. Ásta Lóa spyr hvort Lilja Björk haldi að landsmenn séu fífl.

Hér fyrir neðan má lesa pistil Ástu Lóu

Það hefur verið gefið veiðileyfi á heimilin og það er verið að blóðmjólka þau fyrir bankanna.

Við höfum mótmælt og varað við en það hefur ekkert verið hlustað á okkur.

Hingað og ekki lengra! Nú er nóg komið og tími kominn til að RÍSA UPP!

Í Landsbankanum er fólk stolt og ánægt með þennan góða árangur og bankastjóri Landsbankans lætur hafa eftir sér að „sterkt upp­gjör Lands­bank­ans á fyrsta árs­fjórðungi er til marks um öfl­ug­an rekst­ur og góðan ár­ang­ur á öll­um sviðum.“

Ég á hreinlega ekki til orð yfir þessari ósvífni. Heldur bankastjórinn, Lilja Björk Einarsdóttir, að landsmenn séu fífl?

Ef þessi orð eru ekki blaut tuska í andlitið á okkur öllum veit ég ekki hvað!

Það er verið að færa þeim fjármuni heimilanna í bílförmum og bankastjórinn leyfir sér að halda því fram að tvöföldun hagnaðar, sé af því þau séu svo klár!

Hvernig vogar hún sér að segja þetta upp í „opið geðið“ á fólkinu sem er búið að horfa á eftir fjármunum sínum í hendur bankanna án þess að geta rönd við reist?

Hvernig vogar hún sér að halda þessu fram við fólk sem nær varla/ekki endum saman því vaxtakostnaður þeirra hefur þrefaldast á örfáum mánuðum?

Hvernig vogar hún sér að segja þetta við fólk sem er að afhenda bönkunum lífeyrissparnaðinn sinn í von um að halda sjó?

Hvernig vogar hún sér að segja þetta við fólkið sem sér nú þegar fram á missa allt sitt vegna þess að Seðlabankinn og ríkisstjórnin hafa ákveðið að fórna þeim á altari bankanna?

Hvernig vogar hún sér?

Nú rísum við upp!

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí